Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.2.2015

27. fundur bæjarráðs

27. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 19. febrúar 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, varamaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá:  Fundargerðir til staðfestingar 

1. 1501028 - Fundargerð fræðslunefndar7. fundur haldinn 12. febrúar Fundargerðin staðfest. 

Fundargerðir til kynningar 

2. 1501104 - Fundargerðir starfshóps um atvinnu- og ferðamál1. fundur haldinn 14. janúar 2. fundur haldinn 26. janúar 3. fundur haldinn 2. febrúar 4. fundur haldinn 9. febrúar Lagt fram til kynningar. 

3. 1501157 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 238. fundur haldinn 2. febrúar Lagt fram til kynningar.

Almenn afgreiðslumál 

4. 1502111 - Styrkbeiðni NKG, Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2015, dags. 11. febrúar 2015 Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni. 

5. 1502076 - Styrkbeiðni Yrkjusjóðsins til plöntukaupa, dags. 4. febrúar 2015 Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni. 

6. 1502090 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn dags. 9. febrúar 2015- frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, skilyrði fjárhagsaðstoðar Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra. 

7. 1502091 - Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn, dags. 6. febrúar 2015, frumvarp til laga um náttúrupassa Lagt fram. 

8. 1502092 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn, dags. 9. febrúar 2015 - frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks Lagt fram. 

9.  1502093 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn, dags. 9. febrúar 2015   - frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Lagt fram. 

10. 1502095 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar um umsögn, dags. 9. febrúar 2015 - frumvarp til laga um stjórn vatnamála, gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu EES reglur Sveitarfélagið Árborg mótmælir þeim áformum sem eru uppi um álögur á vatnsveitur, hitaveitur og fráveitur sveitarfélaga skv. frumvarpinu. Sveitarfélagið tekur undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga að eðlilegra væri að fjármagna þau verkefni sem gjaldtökunni er ætlað að standa undir af tekjum ríkisins vegna umhverfis- og auðlindaskatta, sbr. lög nr. 129/2009. Sveitarfélögin hafa nú þegar kostnað af lögum um stjórn vatnamála, m.a. vegna þátttöku í gerð vatnasvæðaáætlana. 

11. 1502098 - Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar um umsögn  dags. 10. febrúar 2015, - frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum Lagt fram til kynningar. 

12. 1502134 - Beiðni Sláturfélags Suðurlands, dags. 5. febrúar 2015, um kaup á þremur lóðarspildum í landi Fossness Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ræða við forsvarsmenn SS. 

13. 1502082 - Lóðarumsókn Stangaveiðifélags Selfoss undir starfsemi félagsins. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ræða við forsvarsmenn Stangaveiðifélagsins. 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:20.
Gunnar Egilsson
Ari B. Thorarensen
Eggert V. Guðmundsson
Íris Böðvarsdóttir
Viðar Helgason
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica