Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.1.2017

30. fundur bæjarstjórnar

30. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 18. janúar 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.   Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir: Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Magnús Gíslason, varamaður, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Guðfinna Gunnarsdóttir, varamaður, Æ-lista. Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Guðfinnu Gunnarsdóttur velkomna á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund. Dagskrá:  1. Fundargerðir til staðfestingar 1. a) 1601004             Fundargerð félagsmálanefndar                                 25. fundur       frá  5. desember             https://www.arborg.is/25-fundur-felagsmalanefndar-2/ b) 1601008                     Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                25. fundur       frá 7. desember             https://www.arborg.is/25-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/ c) 1601003             Fundargerð fræðslunefndar                                      27. fundur       frá 8. desember             https://www.arborg.is/27-fundur-fraedslunefndar-2/ d) 94. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 15. desember             https://www.arborg.is/94-fundur-baejarrads-2/ 2. a) 1601007             Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              35. fundur       frá 14. desember https://www.arborg.is/35-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/ b) 95. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá       janúar             https://www.arborg.is/95-fundur-baejarrads/ 3. a) 1701024             Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            30. fundur       frá       4. janúar             https://www.arborg.is/30-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/ b) 1701029             Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                26. fundur       frá      11. janúar             https://www.arborg.is/26-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/ c) 96. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá     janúar             https://www.arborg.is/96-fundur-baejarrads-arborgar/             Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 96. fund bæjarráðs til  afgreiðslu:
  • liður 1, málsnr. 1611246 - Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Fossnesi 14. Lagt er til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði samþykkt.
  • liður 4, málsnr. 1611147 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sniðræsi og stofnlögn vatnsveitu við Suðurhóla, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.
  • liður 6, málsnr. 1612061 - Beiðni um að unnið verði deiliskipulag fyrir Austurveg 52-60. Lagt er til við bæjarstjórn að ráðist verði í gerð deiliskipulags fyrir reitinn. 4. a) 1701026             Fundargerð félagsmálanefndar                                 26. fundur       frá      10. janúar            
            Úr fundargerð félagsmálanefndar til afgreiðslu:
  • liður 3, málsnr. 1701043 – Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um sérstakan húsnæðisstuðning. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.   
  • liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 7. desember, lið 1, málsnr. 1610190 – Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2016.
  • liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 7. desember, lið 4, málsnr. 1612036 – Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar.Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.   
  • liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 7. desember, lið 5, málsnr. 1612037 – Endurskoðun menningarstefnu Árborgar.
  • liður 1 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 8. desember, lið 1, málsnr. 1611240 – Skólastefna Árborgar. Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.
  • liður 1 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir,D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 8. desember, lið 22, málsnr. 1612055 – PISA 2015
  • liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar, lið 7, málsnr. 1612127 – Notkun fjörustígs.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
  • liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar, lið 15, málsnr. 1701001 – Lokun hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kumbaravogs.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Guðfinna Gunnarsdóttir, Æ-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.                                                
  • liður 2 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar, lið 22, málsnr. 1701006 – Íbúafjöldi í Árborg 2017.
  • liður 2 b) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar, lið 9, málsnr. 1607085 – Staðfesting á stofnframlagi Íbúðalánasjóðs til Brynju, hússjóðs.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.
  • liður 2 b) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar, lið 13, málsnr. 1701002 – Samningur Sveitarfélagsins Árborgar og Velferðarráðuneytisins um móttöku flóttamanna.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Guðfinna Gunnarsdóttir, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.
  • liður 2 b) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar, lið 14, málsnr. 1612048 – Upplýsingar um ráðningu verkefnastjóra vegna móttöku flóttamanna.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.
  • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. janúar, liður 1, málsnr. 1611246 - Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Fossnesi 14. Lagt er til að byggingarleyfið verði samþykkt.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
  • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. janúar, liður 4, málsnr. 1611147 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sniðræsi og stofnlögn vatnsveitu við Suðurhóla, Selfossi. Lagt er til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
  • liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. janúar, liður 6, málsnr. 1612061 - Beiðni um að unnið verði deiliskipulag fyrir Austurveg 52-60. Lagt er til að ráðist verði í gerð deiliskipulags fyrir reitinn.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
  • liður 4 a) Fundargerð félagsmálanefndar frá 10. janúar, liður 3, málsnr. 1701043 – Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um sérstakan húsnæðisstuðning. Lagt er til reglurnar verði samþykktar.
  • Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.   II. 1701077 Lántökur 2017              Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 500.000.000 kr. til 18 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun og einnig til að greiða afborganir af eldri lánum hjá lánsjóðnum sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.  Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.             Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.    III.       1701078             Lántökur 2017 - Selfossveitur              Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:  Bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Selfossveitna bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 150.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1.mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.  Bæjarstjórn Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Selfossveitna bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í Selfossveitum bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.  Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Selfossveitum bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.  Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningu og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.              Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:20. Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir Magnús Gíslason                                                Gunnar Egilsson Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir Guðfinna Gunnarsdóttir                                    Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Þetta vefsvæði byggir á Eplica