Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.1.2014

49. fundur bæjarstjórnar

49. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 15. janúar 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.  

Dagskrá:

I.   Fundargerðir til staðfestingar 

1.         a) 1301011
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 
            13. fundur íþrótta og menningarnefndar  frá 11. desember           

            b) 1301009
            Fundargerð fræðslunefndar   
            39. fundur fræðslunefndar frá 12. desember  

            c) 164. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 18. desember 

2.         a) 1301007
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  67. fundur  frá 17. desember 

            b) 1301010
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  42. fundur  frá 17. desember 

            Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:

-          liður 12, málsnr. 1307083 – Tillaga að deiliskipulagi í landi lögbýlisins Holts. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

-          liður 13, málsnr. 1312089 – Deiliskipulagstillaga fráveituhreinsistöð.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagslýsing verði auglýst.   

            c) 165. fundur bæjarráðs ( 1401016 )  frá        9. janúar

-          liður 1 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. desember, lið 1, málsnr. 1310039- Kjör íþróttakonu og -- -karls Árborgar 2013. 

Kjartan Björnsson D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

-          liður 1 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 12. desember, lið 1, málsnr. 1312024 – Sumarlokanir leikskóla 2014. 

-          liður 1 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 12. desember, lið 5, málsnr. 1306038 – Sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla.   

-          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. desember, lið 3, málsnr. 1304086 – Menningarstyrkir ÍMÁ 2013. 

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.  

-          liður 1 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 12. desember, lið 17, málsnr. 1301198 – Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2013. 

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls. 

-          liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 12. desember, lið 3, málsnr. 1312028 – Húsnæðismál Sunnulækjarskóla og þróun nemendafjölda 2012-2018. 

Gunnar Egilsson, D-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls.  

-          liður 2 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 17. desember, lið 1, málsnr. 1305237 – Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan.  

-          liður 2 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 17. desember, lið 4, málsnr. 1312022 – Heitavatnsnotkun í kuldakastinu dagana 5.-6. desember 2013. 

-          liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 9. janúar, lið 9, málsnr. 1305058 – Yfirlit frá Íbúðalánasjóði yfir stöðu mála varðandi íbúðir Íbúðalánasjóðs í Árborg.  

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Eyþór Arnalds, D-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

 -          liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 9. janúar, lið 16, málsnr. 1401023 – Hlutverk og skilgreining Selfossflugvallar til framtíðar. 

Eyþór Arnalds, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls.                       

-          liður 2 b) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. desember – liður 12, málsnr. 1307083 – Tillaga að deiliskipulagi í landi lögbýlisins Holts. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

-          liður 2 b) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. desember – liður 13, málsnr. 1312089 – Deiliskipulagstillaga fráveituhreinsistöð. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagslýsingin verði auglýst.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II.        1401085
            Breyting á fulltrúum S-lista í nefndum 2014 

            Lagt er til að Tómas Þóroddsson verði aðalmaður í íþrótta- og menningarnefnd og Þorlákur Helgason verði varamaður.                   

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:20 

 

Eyþór Arnalds                                                    Sandra Dís Hafþórsdóttir 
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason                                      

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica