52. fundur bæjarstjórnar
52. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 16. apríl 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, varabæjarfulltrúi, D-lista,
Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá, lið 6 í 45. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. apríl. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
I.
1. a) 1401092
Fundargerð félagsmálanefndar 33. fundur frá 13. mars
b) 1401065
Fundargerð fræðslunefndar 42. fundur frá 13. mars
c) 175. fundur bæjarráðs ( 1401016 ) frá 20. mars
Úr fundargerð bæjarráðs til afgreiðslu:
- liður 3, málsnr. 1403152 – Beiðni um fjárveitingu til endurnýjunar á fimleikadýnu. Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárfestingu að fjárhæð kr. 2.200.000 kr. til að unnt sé að ljúka verkinu.
2. a) 1401095
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 16. fundur frá 12. mars
b) 1401093
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 73. fundur frá 19. mars
Úr fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar:
- liður 1, málsnr. 1403180 – Hitaveita í Smáralandi Austurbyggð. Lagt er til að samþykktur verði viðauki við hitaveitu í Smáralandi Austurbyggð að fjárhæð kr. 3.680.000.
c) 176. fundur bæjarráðs ( 1401016 ) frá 27. mars
Úr fundargerð bæjarráðs til afgreiðslu:
- liður 15, málsnr. 1401181 – Sunnulækjarskóli – milligólf í anddyri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins að fjárhæð kr. 20.000.000.
3. a) 177. fundur bæjarráðs ( 1401016 ) frá 3. apríl
Úr fundargerð bæjarráðs til afgreiðslu:
- liður 1, málsnr. 1403296 – Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Hulda Gísladóttir verði varamaður í hverfisráði Stokkseyrar.
4. a) 178. fundur bæjarráðs ( 1401016 ) frá 10. apríl
Úr fundargerð bæjarráðs til afgreiðslu:
- liður 1, málsnr. 1403316 – Fyrirhuguð skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í skoðanakönnun verði spurt hvort kjósendur vilji kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaga eða ekki. Ef kjósendur vilja skoða slíkan möguleika verði gefnir þeir möguleikar að merkja við Árnessýslu sem eitt sveitarfélag eða sameinast einu eða fleiri sveitarfélögum í Árnessýslu.
- liður 9, málsnr. 1106016 – Fundargerð 1. og 2. fundar byggingarnefndar vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss og tilboð frá verktaka. Bæjarráð staðfestir fundargerðirnar og leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun þar sem fjármagn verði fært á milli ára í þriggja ára áætlun.
- liður 10, málsnr. 1404087 – Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna viðgerðar á svalahurðum í Grænumörk 5. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna viðgerðar á svalahurðum í Grænumörk 5 að fjárhæð 4 m.kr.
5. a) 1401094
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 45. fundur frá 15. apríl
- liður 1 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 13. mars, lið 3, málsnr. 1403119 – Stöður leikskólastjóra við Hulduheima og Jötunheima.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.
- liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 13. mars, lið 4, málsnr. 1403096 – Upplýsingatækni og skólastarf.
- liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 20. mars, lið 4, málsnr. 1403181 – Fyrirspurn/umsókn um lóðina Tryggvagötu 36 fyrir nemendagarða, sumargistingu og/eða leiguíbúðir.
Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
- liður 1 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 20. mars, lið 13, málsnr. 1305094 – Skipan í starfshóp vegna Grænumarkar 5.
Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tók til máls.
- liður 1 c) Fundargerð bæjarráðs frá 20. mars - liður 3, málsnr. 1403152 – Beiðni um fjárveitingu til endurnýjunar á fimleikadýnu, umfram þá fjárhæð sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárfestingaráætlun að fjárhæð kr. 2.200.000 kr. til að unnt sé að ljúka verkinu.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.
Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
- liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 12. mars, lið 1, - Vor í Árborg.
- liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 27. mars, lið 8, málsnr. 1309180 – Niðurstöður jafnlaunakönnunar.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.
- liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 27. mars, lið 12, málsnr. 1403292 – Forvarnastefna Sveitarfélagsins Árborgar.
- liður 2 b) Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 19. mars - liður 1, málsnr. 1403180 – Hitaveita í Smáralandi Austurbyggð. Lagt er til að samþykktur verði viðauki við fjárfestingaráætlun vegna hitaveitu í Smáralandi Austurbyggð að fjárhæð kr. 3.680.000.
Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
- liður 2 c) Fundargerð bæjarráðs frá 27. mars - liður 15, málsnr. 1401181 – Sunnulækjarskóli – milligólf í anddyri. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki umfram þá fjárhæð sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun vegna verkefnisins að fjárhæð kr. 20.000.000.
Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
- liður 3 a) Fundargerð bæjarráðs frá 3. apríl - liður 1, málsnr. 1403296 – Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Hulda Gísladóttir verði varamaður í hverfisráði Stokkseyrar.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 3. apríl, málsnr. 1201089 – Framtíð Selfossflugvallar.
Gunnar Egilsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
- liður 3 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 3. apríl, málsnr. 1403378 – Tillaga frá fulltrúa B-lista um að skoða möguleg kaup á húseigninni Sigtúni.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð lýsa sig andvíg því að Sveitarfélagið Árborg kaupi umrædda húseign. Undirrituð líta svo á að hlutverk bæjarfulltrúa sé fyrst og fremst að þjóna almannahagsmunum íbúa sveitarfélagsins. Erfitt er að sjá hvernig tugmilljóna króna kaup á Sigtúni ásamt kostnaðarsömum viðgerðum á húsinu geti þjónað hagsmunum almennings í sveitarfélaginu að svo komnu máli. Undirrituð telja að fara þurfi í margar brýnni fjárfestingar áður en þessi kemur til álita.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista
Eggert Valur Guðmundsson,bæjarfulltrúi S-lista
- liður 4 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. apríl, lið 7, málsnr. 1404086 – Tillaga frá fulltrúa B-lista um að jörðin Björk verði auglýst til sölu.
- liður 4 a) Fundargerð bæjarráðs frá 10. apríl - liður 1, málsnr. 1403316 – Fyrirhuguð skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Tómas Ellert Tómasson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.
Lagt er til að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 4 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. apríl – lið 16, málsnr. 1402106 – Niðurstöður könnunar á vegum SASS á leiguhúsnæði á Suðurlandi.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.
- liður 4 a) Fundargerð bæjarráðs frá 10. apríl - liður 9, málsnr. 1106016 – Fundargerð 1. og 2. fundar byggingarnefndar vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss og tilboð frá verktaka. Bæjarráð staðfestir fundargerðirnar og leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun þar sem fjármagn verði fært á milli ára í þriggja ára áætlun.
Viðauki við fjárhagsáætlun – fjárfestingaráætlun - færsla á milli ára
Vegna tilboðs í viðbyggingu við Sundlaug Selfoss er nauðsynlegt að breyta fjárfestingaráætlun 2014-2016. Lagt er til að færðar verði 182.200.000 kr. úr fjárfestingaráætlun árið 2015 undir liðnum viðbygging við Sundhöll Selfoss yfir á árið 2014. Lagt er til að færðar verði 120.000.000 kr. úr fjárfestingaráætlun 2016 yfir á árið 2015. Samtals var áætlað í verkefnið á árunum 2014-2016 470.000.000 kr. Tilboðið hljóðar upp á 477.000.000 kr. og að auki er gert ráð fyrir 10.000.000 kr. í eftirlitskostnað og er því um aukningu um að ræða 17.000.000 kr. á árinu 2015. Verkefnið viðbygging við Sundhöll Selfoss verður því eftirfarandi :
2014 : 292.200.000 kr.
2015 : 194.800.000 kr.
Var viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
- liður 4 a) Fundargerð bæjarráðs frá 10. apríl - liður 10, málsnr. 1404087 – Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna viðgerðar á svalahurðum í Grænumörk 5. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna viðgerðar á svalahurðum í Grænumörk 5 að fjárhæð 4 m.kr.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.
Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
- liður 5 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. apríl – liður 6, málsnr. 1302259 – Deiliskipulagsbreyting Austurbyggðar, lokafrágangur í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingarnar og framsetning skipulagsins verði samþykkt.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.
II. 1401004
Endurskoðun innkaupareglna, drög að reglum
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir breytingar á innkaupareglum.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.
Innkaupareglur voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
III. 1404120
Lántökur 2014
Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, fylgdi út hlaði tillögu um lántöku:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 400.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna fráveituframkvæmdir, stækkun skólabyggingar og viðbyggingu við sundlaug, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Lántökur 2014, lán að fjárhæð 400 m.kr. var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl.19:30
Tómas Ellert Tómasson
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Íris Böðvarsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari