Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Átta konur | Leikfélag Selfoss

  • 14.2.2025, 20:00 - 22:00
  • 16.2.2025, 18:00 - 20:00
  • 21.2.2025, 20:00 - 22:00
  • 23.2.2025, 18:00 - 20:00
  • 28.2.2025, 20:00 - 22:00
  • 2.3.2025, 18:00 - 20:00
  • 7.3.2025, 20:00 - 22:00
  • 9.3.2025, 18:00 - 20:00

Átta konur er glæpsamlegt gamanverk með söngvum og dansi sem gefur loforð um ógleymanlega kvöldstund í litla leikhúsinu við Sigtún.

Fögur eiginkona, tvær ungar og óstýrilátar dætur, aðþrengd mágkona, gráðug tengdamamma, dularfull ráðskona og kynþokkafull þjónustustúlka eru veðurtepptar í sumarbústað við Þingvallavatn. Húsbóndinn sjálfur liggur sofandi í rúmi sínu uppi á lofti. Eða hvað? Þegar sjö villtar konur eru samankomnar og sú áttunda bætist í hópinn getur allt gerst!

Kaupa miða | TIX.is

Leikverkið Átta konur er eftir franska leikskáldið Robert Thomas (1927-1989)

Verkið var frumflutt í París árið 1961, vann til verðlauna og var leikið við miklar vinsældir. Margar af fremstu leikkonum Frakklands léku svo árið 2002 í kvikmynd sem byggð var á verkinu og varð ekki síður vinsæl en leikritið.

Verkið var fyrst sýnt á Íslandi í Þjóðleikhúsinu árið 2006. Fyrir þá uppsetningu aðlagaði Sævar Sigurgeirsson verkið íslenskum aðstæðum og samdi söngtexta.

Leikstjóri er Rakel Ýr Stefánsdóttir. 


Viðburðadagatal

GirlHorse-1-

17.3.2025 - 15.4.2025 Listagjáin Hesturinn, stelpan og hálendið | Listagjáin

Michelle Bird sýnir vatnslistaverk undir heitinu "Hesturinn, stelpan og hálendið" í Listagjánni. 

Sjá nánar
 

24.3.2025 - 25.3.2025 Héraðsskjalasafn Árnesinga Námskeið í grúski | Héraðsskjalasafn Árnesinga

Lærðu að leita í gagnagrunnum og heimildum á netinu til þess að rannsaka héraðs- og fjölskyldusögu.

Sjá nánar
 

29.3.2025 - 30.3.2025 Selfoss Íslandsleikarnir 2025

Íslandsleikarnir verða haldnir á Selfossi dagana 29. - 30. mars 2025.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica