Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Bæjarhátíðir og Menningarviðburðir 2021 | opinn fundur - Eyrarbakki

  • 23.2.2021, 18:00 - 19:00, Samkomuhúsið Staður

Frístunda- og menningarnefnd Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði.

Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og ræða um bæjar- og menningarhátíðir sem haldnar verða 2021. Fundurinn verður haldinn í kvenfélagsherberginu, gengið inn íþróttamegin.

Vegna fjöldatakmarkana verður að skrá mætingu, vinsamlegast sendið staðfestingu á olafur.rafnar@arborg.is. Við minnum á grímuskyldu.

Forsvarsmenn þeirra hátíða sem nú þegar eru fyrirhugaðar á árinu geta sent staðfestar dagsetningar á olafur.rafnar@arborg.is.

Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar


Viðburðadagatal

8.11.2025 - 10.11.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Felix Bergsson heimsækir Bókasafn Árborgar, les úr nýrri bók sinni og syngur með krökkunum!

Öll eru velkomin í gæða og gleðistund á bókasafninu, laugardaginn 8. nóvember kl. 11:00!

Sjá nánar
 

20.11.2025 Miðbær Selfoss Klingjandi jólalög & jólaljósin kveikt á Selfossi

Þann 20. nóvember kl. 18 verður kveikt á jólatré Selfyssinga og öðrum jólaljósum sveitarfélagsins en jóladagskrá hefst kl. 17.30 á Brúartorgi í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

30.11.2025 Garðstún Kveikt á jólatré Eyrbekkinga

Sunnudaginn 30. nóvember 2025 kveikjum við á jólatrénu á Eyrarbakka, dönsum í kringum það og syngjum jólalög með körlum klæddum rauðu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica