Barnabær | Uppskeruhátíð
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri býður til lokahátíðar Barnabæjar.
Uppskeruhátíð Barnabæjar verður haldin í barnaskólanum á Stokkseyri föstudaginn 16. maí kl. 9:30 - 11:00
Þar sýna þau og selja afurði Barnabæjardaga. Gjaldmiðillinn er Besóar og hægt verður að kaupa Besóa við innganginn.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Bæjarstýrur Barnabæjar og stjórnendur