Bókasafn Árborgar | Meistarinn og Margaríta

  • 1.3.2023 - 29.3.2023, 18:00 - 19:30, Bókasafn Árborgar, Selfoss

Hefurðu lesið Meistarann og Margarítu eftir Búlgakov og ert aðdáandi, eða fannst þér hún ruglingsleg en samt forvitnileg?

Hefur þig kannski alltaf langað til að lesa meistaraverk Mikhaíl Búlgakov, Meistarinn og Margaríta, en ekki lagt í það?

Nú er tækifæri til að fara rólega í gegnum bókina og fá útskýringar ásamt fullt af fróðleik um bakgrunn hennar og heildarmynd undir dyggri leiðsögn Sigríðar Pálsdóttur.

Námskeiðið er haldið öll miðvikudagskvöld í mars frá kl. 18:00 - 19:30 á bókasafni Árborgar, Selfossi.

Dagsetningarnar eru miðvikudagarnir

01. mars | 08. mars | 15. mars | 22. mars | 29. mars

Skráning fer fram í afgreiðslu bókasafnsins að Austurvegi 2 eða gegnum netfangið afgreidsla@arborg.is 

Einungis 15 sæti laus, biðjum áhugasama um að tryggja sér sæti sem fyrst!


Viðburðadagatal

30.3.2023 - 10.4.2023 Sveitarfélagið Árborg Páskahefðir í Listagjánni

Sinn er siður í landi hverju segir máltækið og margt sem getur komið skemmtilega á óvart þegar betur er að gáð.

Sjá nánar
 

1.4.2023 15:00 - 17:00 Byggðasafn Árnesinga Drengurinn, fjöllin og Húsið - Sýningaropnun

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Drengurinn, fjöllin og Húsið laugardaginn 01. apríl kl. 15:00 í borðstofu Hússins á Eyrarbakka.

Sjá nánar
 

6.4.2023 - 10.4.2023 Byggðasafn Árnesinga Páskaegg í lit - Skapað í smiðju

Yfir páskahelgina opnar litríkt eggjaverkstæði í fjárhúsinu á baklóð Hússins á Eyrarbakka.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica