Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Bókasafn Árborgar | Meistarinn og Margaríta

  • 1.3.2023 - 29.3.2023, 18:00 - 19:30, Bókasafn Árborgar, Selfoss

Hefurðu lesið Meistarann og Margarítu eftir Búlgakov og ert aðdáandi, eða fannst þér hún ruglingsleg en samt forvitnileg?

Hefur þig kannski alltaf langað til að lesa meistaraverk Mikhaíl Búlgakov, Meistarinn og Margaríta, en ekki lagt í það?

Nú er tækifæri til að fara rólega í gegnum bókina og fá útskýringar ásamt fullt af fróðleik um bakgrunn hennar og heildarmynd undir dyggri leiðsögn Sigríðar Pálsdóttur.

Námskeiðið er haldið öll miðvikudagskvöld í mars frá kl. 18:00 - 19:30 á bókasafni Árborgar, Selfossi.

Dagsetningarnar eru miðvikudagarnir

01. mars | 08. mars | 15. mars | 22. mars | 29. mars

Skráning fer fram í afgreiðslu bókasafnsins að Austurvegi 2 eða gegnum netfangið afgreidsla@arborg.is 

Einungis 15 sæti laus, biðjum áhugasama um að tryggja sér sæti sem fyrst!


Viðburðadagatal

23.9.2025 - 4.11.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Komdu að tala íslensku | Bókasafn Árborgar Selfossi

Á þriðjudögum kl. 16:00 - 17:00 hittumst við á bókasafninu og spjöllum saman.

Sjá nánar
 

1.10.2025 - 29.10.2025 Sandvíkursetur Vatnslitastundir hjá Myndlistarfélaginu í Menningarmánuði

Fjórar vatnslitastundir í október, þann 1., 15., 22., og 29. október

Sjá nánar
 

1.10.2025 - 2.11.2025 Sveitarfélagið Árborg Menningarmánuðurinn október

Dagskrá menningarmánaðar í heild sinni 

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica