Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jói Fel í Sundhöll Selfoss

  • 19.1.2026 - 19.2.2026, Sundhöll Selfoss

Myndlistarsýning Jóa Fel stendur yfir frá 19. janúar - 19. febrúar.

Jói Fel stundaði myndlistarnám í Myndlistarskóla Reykjavíkur, m.a. undir leiðsögn Kolbrúnar Kjarval. Hann er betur þekktur sem bakari og matgæðingur en myndlistin hefur alltaf fylgt honum og tekið meira pláss í lífi hans eftir að hann gekk til liðs við Myndlistarfélag Árnessýslu. 

Jói hefur þróað og kennt sína aðferð sem byggir á snertingu, innsæi og beinu sambandi við efnið.

Á þessari sýningu má sjá bæði eldri og ný verk eftir hann, olíumálverk, olíu-pastelverk og einnig nokkrar eldri myndir sem vísa í menningarlegar og sögulegar persónur. 

Sýningin stendur yfir frá 19. janúar -19. febrúar í Sundhöll Selfoss. Verið öll hjartanlega velkomin.

Kobbi-kutur-logoBokasaf-logo


Viðburðadagatal

13.1.2026 - 13.2.2026 Listagjáin Vöxtur - Berglind Ragna opnar sýningu í Listagjánni

Myndlistarsýningin „Vöxtur“ opnaði í gær og verður í Listagjánni til 13. febrúar 2026. Hana má bera augum á opnunartíma Bókasafns Árborgar Selfossi. 

Sjá nánar
 

19.1.2026 - 19.2.2026 Sundhöll Selfoss Jói Fel í Sundhöll Selfoss

Myndlistarsýning Jóa Fel stendur yfir frá 19. janúar - 19. febrúar.

Sjá nánar
 

22.1.2026 Bókasafn Árborgar, Selfoss Janoir - Glæpasagnakvöld

Bókasafn Árborgar Selfossi í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag standa fyrir glæpasagnakvöldi fimmtudaginn 22. janúar kl. 19:30.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica