Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Burtu með fordóma | Fjölskyldutónleikar 1. maí

  • 1.5.2025, 15:00 - 16:00, Vallaskóli

Fimmtudaginn 1. maí mun Sinfóníuhljómsveit Suðurlands standa fyrir fjölskyldutónleikum í Vallaskóla undir yfirskriftinni Burtu með fordóma.

Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Tónlistarskóla Árnesinga, leikskólana Álfheima, Goðheima, Hulduheima, Jötunheima og Strandheima og menningar- og upplýsingadeild Árborgar.

2_1745836908994Nemendur skólanna koma fram á og einnig eru leikskólabörnin ráðgefandi í baráttunni við fordóma og munu þeirra hollráð verða kynnt sérstaklega.

Útsetningar laga taka mið af mismunandi getu nemenda enda eitt af megin markmiðum með starfi hljómsveitarinnar að gefa sem flestum kost á að taka þátt í skapandi og listrænu menningarstarfi.

4

Nemendur skólanna æfðu lögin með kennurum sínum og mættu vel undirbúnir á fyrstu æfingar með hljómsveit og einsöngvurunum Gunnari Helgasyni og Felix Bergssyni sem jafnframt eru kynnar tónleikanna. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson og Hera Fjölnisdóttir er verkefnastjóri.

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands er nú á sínu fimmta starfsári og hafa tónleikar hljómsveitarinnar jafnan verið vel sóttir og fengið frábæra dóma gesta. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til fjölskyldutónleika og er það von aðstandenda að slíkt eigi eftir að mælast vel fyrir enda fátt betra í sumarbyrjun en að gleðjast saman og hlusta á góða og skemmtilega tónlist við allra hæfi.

Tónleikarnir eru eins og áður segir í Vallaskóla og aðeins verður um eina tónleika að ræða. 

Miðasala er á tix.is


Viðburðadagatal

1.5.2025 15:00 - 16:00 Vallaskóli Burtu með fordóma | Fjölskyldutónleikar 1. maí

Fimmtudaginn 1. maí mun Sinfóníuhljómsveit Suðurlands standa fyrir fjölskyldutónleikum í Vallaskóla undir yfirskriftinni Burtu með fordóma.

Sjá nánar
 

1.5.2025 20:00 - 22:00 Rauða húsið Stöndum saman | Leikfélag Eyrarbakka

Leikfélagið á Eyrarbakka kynnir með stolti söng- og gleðileikinn Stöndum saman. Frumsýning 10. apríl kl. 20:00.

Sjá nánar
 

2.5.2025 19:00 - 21:00 Iða íþróttahús Sinfóníuhljómsveit Íslands á Selfossi

Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikið kappsmál að allir landsmenn fái notið tónleika hennar og nú er ferðinni heitið á Suðurland.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica