Stöndum saman | Leikfélag Eyrarbakka
Leikfélagið á Eyrarbakka kynnir með stolti söng- og gleðileikinn Stöndum saman. Frumsýning 10. apríl kl. 20:00.
Leikfélag Eyrarbakka kynnir í samstarfi við Rauða Húsið söng- og gleðileikinn Stöndum saman
Hvað gerist þegar ungt par stígur inn í heim fullorðinna með allar sínar vonir, drauma – og óvæntar áskoranir?
Stöndum saman, söng- og gleðileikur eftir Huldu Ólafsdóttur, pakkar saman dramatík, gleði og húmor í eina ógleymanlega sýningu!
Leikritið var fyrst sýnt við miklar vinsældir árið 1993 á veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík, en nú hefur höfundurinn, sem jafnframt er leikstjóri, gefið því ferskt og nútímalegt yfirbragð með nýjum áherslum og breyttum persónum.
Í sýningunni eru margir af bestu slögurum fortíðar fluttir í glænýjum búningi með skemmtilegum textum sem fá bæði hlátur og tilfinningar til að flæða! Sýnt er í veislusal Rauða hússins á annarri hæð, þar sem veitingastaðurinn býður upp á girnilegt leikhústilboð fyrir gesti.
Ekki missa af þessu! Tryggðu þér miða í tíma!
ATH miðasala hefst á tix.is fimmtudaginn 20. mars kl. 10:00