Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Byggðasafn Árnesinga | Opið hús í október

  • 1.10.2023, 13:00 - 17:00, Byggðasafn Árnesinga
  • 7.10.2023 - 8.10.2023, 13:00 - 17:00, Byggðasafn Árnesinga
  • 14.10.2023 - 15.10.2023, 13:00 - 17:00, Byggðasafn Árnesinga
  • 21.10.2023 - 22.10.2023, 13:00 - 17:00, Byggðasafn Árnesinga
  • 28.10.2023 - 29.10.2023, 13:00 - 17:00, Byggðasafn Árnesinga

Opið verður alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 - 17 í Húsinu á Eyrarbakka. Í borðstofu er sýningin „70 sögur af safni“.

Sýningin er í tilefni 70 ára afmælis Byggðasafns Árnesinga

  • Forvitnilegir og einstakir gripir úr daglegu lífi fólks í Árnessýslu á 19. og 20. öld. 
  • Sýning sneisafull af fróðleik sem kvíslast um allt safnið. 
  • Einnig verður sjálfbær smíða smiðja í fjárhúsi Byggðasafnsins.

Dagskrá í Varðveisluhúsi að Búðarstíg 22

  • Sunnudagur 8. október kl. 14:00
    Varðveisluhús að Búðarstíg 22, Jón M. Ívarsson sagnfræðingur, fyrirlestur, „Glæpamenn í Flóanum“.
  • Sunnudagur 15. október kl. 14:00 
    Varðveisluhús að Búðarstíg 22, Snorri Tómasson hagfræðingur, fyrirlestur, „Skyggnst um í Rútsstaðahverfi í Flóa“.
  • Sunnudagur 22. október kl. 14:00 
    Varðveisluhús að Búðarstíg 22, Ragnheiður Gló Gylfadóttir fornleifafræðingur, fyrirlestur, „Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól“. 
  • Sunnudagur 29. október kl. 14 - 17 
    Opið hús í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga að Búðarstíg 22. Gestir fá leiðsögn um varðveislurýmin og notkun hússins fyrir starfsemi safnsins. Afmæliskaffi í tilefni 70 ára afmælis Byggðasafns Árnesinga. 

Athugið dagskrá í seinni hluta október

Stjörnustund fyrir alla fjölskylduna! 

Húsið á Eyrarbakka, Sævar Helgi Bragason mun stjórna stjörnuskoðunargöngu frá Húsinu á Eyrarbakka og út í myrkrið. Skýjafar og staða himintunglanna ræður dagsetningu sem verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.


Viðburðadagatal

17.9.2025 - 15.10.2025 Sundhöll Selfoss Möndlað með módernisma | Nemendasýning FSu í Sundhöll Selfoss

Myndlistarnemar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa sett upp fjölbreytta sýningu í Sundhöll Selfoss. Um er að ræða allra stærstu sýningu sem nemendur skólans hafa sett upp í opinberu rými. Sú ber yfirskriftina Möndlað með módernisma enda helsta viðfangsefni hennar listastefnur á tímabilinu 1850-1930 en á því skeiði, og reyndar fram eftir 20. öldinni, átti sér stað margþætt þróun í listsköpun.  

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 4.11.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Komdu að tala íslensku | Bókasafn Árborgar Selfossi

Á þriðjudögum kl. 16:00 - 17:00 hittumst við á bókasafninu og spjöllum saman.

Sjá nánar
 

1.10.2025 - 29.10.2025 Sandvíkursetur Vatnslitastundir hjá Myndlistarfélaginu í Menningarmánuði

Fjórar vatnslitastundir í október, þann 1., 15., 22., og 29. október

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica