Bæjarstjórnarfundur - útsending

Smellið hér til að horfa á útsendinguna


Dálítill Sjór | Oceanus Hafsjór

 • 6.7.2023 - 23.7.2023, Eyrarbakki

Opnunarhátíð laugardaginn 15. júlí kl. 14:00. Dagana 6. til 23. júlí 2023 mun alþjóðlega listsýningin og vinnustofan OCEANUS HAFSJÓR “Dálítill Sjór” fara fram á Eyrarbakka. 

Sýningaropnun verður helgina 15. til 16. júlí 2023 og mun sýningin standa til 23. júlí 2023.

Opnunarhátíð laugardaginn 15. júlí kl 14.00.

Opnunartími sýningar

Laugardagur 15. júlí kl. 14:00 - 18:00
Sunnudagur 16. júlí kl. 13:00 - 18:00
Laugardagur 22. júlí kl. 13:00 - 18:00
Sunnudagur 23. júlí kl. 13:00 - 18:00

Sýningarnar fara fram í Kartöflugeymslunni, verksmiðjuhúsnæði við Búðarstíg, ásamt fleiri óhefðbundnum sýningarrýmum víðs vegar um þorpið á Eyrarbakka.

Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar verður tilkynnt síðar.

Helsta markmið verkefnisins er að efla menningarstarfsemi og listsköpun á svæðinu og í nágrenni þess

Einnig að gefa kost á, og virkja almenning til listsköpunnar. Vekja áhuga á menningu og sögu okkar sem fyrirfinnst ríkulega á Eyrarbakka. Annað mikilvægt markmið er að auka víðsýni og efla tengingar við framandi menningarheima og hleypa auknu lífi í og fá sýn annra á samfélagið okkar.

Eyrarbakki verður í brennidepli, iðandi af lífi og íbúar héraðsins og aðrir gestir, finna, upplifa og taka mögulega þátt í undirbúningi og verða þannig partur af hátíðinni. "Glöggt er gests augað" segir einhversstaðar og það verður áhugavert að sjá túlkun listafólksins á umhverfi og menningu okkar.

Þátttakendur í sýningunni verða 14 listamenn frá Slóvakíu, Póllandi, Þýskalandi, Mauritius og Íslandi. Þeir munu dvelja á Eyrarbakka í u.þ.b. 2 vikur og vinna að list sinni

Listamennirnir sem eru myndlistarfólk, tónlistarfólk, ljósmyndarar og gjörningalistafólk. Þau vinna ný verk á staðnum, jafnframt því að birta myndefni og myndskeið frá hátíðinni í fyrra, Hafsjó Oceanus. Ætlunin er að sýna verkin á óhefðbundnum stöðum, s.s. skemmum, kartöflu- og rófugeymslum. 

Listamönnunum sem er boðin þátttaka núna eru að hluta til þeir sömu og í fyrra og að hluta til nýjir aðilar. Listamennirnir dvelja í einkahúsum á Eyrarbakka og þiggja fæði í boði verkefnisins. 

Það er mikilvægt að halda áfram þessu starfi sem vel tókst, efla enn frekar menningu á staðnum, og vökva fræin sem sáð var hér í fyrra.

Listamenn sem taka þátt (listinn er ekki endanlegur)

 • Auður Hildur Hákonardóttir Ísland
 • Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir Ísland
 • Christine Gísla Ísland
 • Eyjólfur Eyjólfsson Ísland
 • Hera Fjord Ísland
 • Kristine Schnappenbourg Þýskaland
 • Kira Kira Ísland
 • Júlíus Björgvinsson Ísland
 • Jörg Paul Janka Þýskaland
 • Manou Soobhany Mauritius
 • Piotr Zamjoski Pólland
 • Xenia Imrova Slóvakía

Brot af sögu Eyrarbakka

Eins og flestir vita er Eyrarbakki er þorp með um 600 íbúa, og staðsett á suðurströnd Íslands, í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Eyrarbakki er fyrrum sjávarútvegs- og bændaþorp og mikilvæg verslunarmiðstöð. 

Í upphafi 1900, var íbúatala Eyrarbakka um 1000 íbúar og var þorpið aðal verslunarmiðstöð Íslands. Bændur ferðuðust langar leiðir til Eyrarbakka til að versla með vörur sínar í skiptum fyrir nýjustu vörur frá dönskum kaupskipum. 

Elsta bygging þorpsins, “Húsið” sem nú er hluti af Byggðasafni Árnesinga, er frá 1765, úr norsku timbri. Það er meðal elstu varðveittu timburhúa á Íslandi. Barnaskólinn, stofnaður 1852, hann er sá elsti á landinu. 

Sérstaða Eyrarbakka í dag er helst sú að mikið af áhugaverðum gömlum húsum hafa varðveist, ásamt því að hafa átt stóran þátt afar í sjávarútvegs- og verslunarsögu Íslands.

Oceanus

Í grískri goðafræði var Oceanus sonur Uranusar (himinn) og Gaiu (jörð). Hann var faðir hinna óteljandi anda náttúrunnar og guða ár og fljóta, jafnframt því að vera hið mikla fljót sem umlykur allan heiminn, og tengir okkur þannig öll saman. 

Í stuttu máli má segja að Hafsór Oceanus sé um menningarheima sem kallast á, samspil mannanna og náttúrunnar og sögunnar. 

“Dálítill sjór” er sjólag, öldu og veðurspá fyrir sjófarendur

Listahátíðin Oceanus Hafsjór, varð til árið 2022, að frumkvæði, Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur og í samstarfi við Byggðasafn Árnesinga. 25 alþjóðlegir listamenn dvöldu þá á Eyrarbakka í mánuð og unnu að listsköpun sinni.

Verkefnið "Dálítill sjór" er sjálfstætt framhald af hátíðinni og er nú einstaklingsframtak Ástu, með stuðningi frá Uppbyggingasjóði Suðurlands. Ætlunin er að halda áfram að efla listsköpun á svæðinu, Eyrarbakka og umhverfi hans, eftir frábærar viðtökur jafnt listamannana, þorpsbúa og annara sem urðu aðnjótandi.

www.oceanushafsjor.com
Facebook
Instagram

Verkefnið er styrkt af SASS; Uppbyggingarsjóði Suðurlands


Viðburðadagatal

15.9.2023 - 10.10.2023 Listagjáin Haustsýning myndlistarnemenda FSu 2023

Myndlistarnemar FSu halda áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans.

Sjá nánar
 

30.9.2023 - 4.11.2023 Bókasafn Árborgar, Selfoss Skoffín og skrímsli | Bókasafn Árborgar, Selfossi

Laugardaginn 30. september verða nykur, marbendill, fjörulalli, skoffín og fleiri furðuverur í aðalhlutverki á Bóksafninu.

Sjá nánar
 

30.9.2023 10:00 - 12:15 Skrúfan Allir geta teiknað | Nýtt teikninámskeið fyrir byrjendur

Guðrún Arndís Tryggvadóttir myndlistarmaður hefur skipulagt hraðnámskeið í teikningu í Skrúfunni - grósku og sköpunarmiðstöð á Eyrarbakka.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica