Einstakar Biblíur | Bókasafn Árborgar, Selfossi
Frá 5. - 31. desember gefst gestum tækifæri til að sjá sjaldgæfar prentaðar útgáfur úr Eiríkssafni, þar á meðal Guðbrandsbiblíu frá 1584.
Sýning á fjórum einstökum útgáfum Biblíunnar úr safni séra Eiríks og frú Kristínar
Á aðventunni er gott að rifja upp góðar bækur. Biblían er trúlega áhrifamesta bókin sem við eigum á safninu og í bókagjöf séra Eiríks og frú Kristínar er að finna eintök sem teljast til hreinna dýrgripa í útgáfusögu þeirrar góðu bókar.
Þann 30. desember kl. 16:00 mun Steingrímur Jónsson fyrrverandi forstöðumaður Bókasafnsins flytja erindi um sýningargripina.
Verið öll hjartanlega velkomin á sýninguna frá 5. - 31. desember og á fyrirlesturinn þann 30. desember.