Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Einu sinni á ágústkvöldi

  • 5.8.2025 - 31.8.2025, Sveitarfélagið Árborg

Rómantískur ágústmánuður

Dagskrá:

Laugardagur 9. ágúst - Múmíndagurinn

Bókasafn Selfossi
kl. 11:00
Upplestur, myndasýning og ratleikur. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir les.

Ljodakvold-med-Volu-Hauks-og-Arndisi-Tyrfingsdottur-Miðvikudagur 13. ágúst

Konubókastofa, Bókasafn Eyrarbakka
kl. 19:30
Ljóðakvöld með Völu Hauks og Arndísi Tyrfingsdóttur
Léttar veitingar

Ljóðskáldin Vala Hauksdóttir og Arndís Tyrfingsdóttir munu lesa upp úr nýjum ljóðabókum sínum á ljóðakvöldi bókasafnsins á Eyrarbakka. Bók Völu heitir Félagsland er hennar fyrsta ljóðabók, en Vala hlaut ljóðastaf Jóns úr Vör árið 2024. Í bókinni eru tæp fimmtíu ljóð og rauður þráður hennar eru félagsheimili landsins fyrr og nú, hlutverk þeirra og þýðing, andblær og ásýnd. Ljósmyndir af þeim vettvangi gefa tóninn.
Bókin Pínulítil hversdagsljóð eftir Arndísi Tyrfingsdóttur inniheldur 90 lítil ljóð um stórar tilfinningar. Þau eru einföld og auðlesin, en á köflum kaótísk og torveld. Sum ljóðanna eru lítil að forminu til, önnur í innihaldi. Þau taka lesandann gengum árstíðir lífsins og spanna allt rófið, frá sólfylltum sumardögum til nístandi ástarsorgar, frá haustkvíða til vonar um eitthvað annað og meira. Því hvað er hversdagsleikinn annað en lífið sjálft?

504376675_1165205278983006_7591090254428012119_n-1-Fimmtudagur 14. ágúst

Bókasafn Selfossi - Ástarsögufélagið
kl. 16:30
Ástarbréf, smásögur, ljóð og örsögur. Upplestur og elskulegt spjall.
Léttar veitingar.

217174908

Ástarsögufélagið er stór skemmtilegt félag sem hefur meðal annars gefið út hefti með ástarbréfum og bókina Munnbita en þar er að finna smásögur, ljóð og örsögur. Yfir 30 höf­und­ar koma við sögu í bókinni og text­arn­ir fjalla all­ir á einn eða ann­an hátt um ást­ina. Bók­in er barma­full af til­finn­ing­um sem snerta hjörtu les­enda og er stút­fullt af daðrandi snilld sem hnoðar hjörtu og hleyp­ir horm­ón­um á sprett­inn. Ástar­skot í osta­búð, á kvöld­göngu, á heima­vist og í ára­bát koma meðal ann­ars fyr­ir í sög­un­um.

Þórunn Rakel Gylfadóttir rithöfundur og ein aðal driffjöður félagins kemur í heimsókn ásamt fleira félagsfólki.


 

Föstudagur 15. ágúst ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun”

Listagjá og Sundhöll Selfoss.
kl. 17.00
Opnun sýningar hálendisvinanna Davíðs Samúelssonar og Sólveigar Þorbergsdóttur.

Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun” | Viðburðadagatal | Sveitarfélagið Árborg

Viðburður á facebook Opnun - Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun” | Facebook

 4fc0b3_841898354dcd41e08c88a10593ddc4f6-mv2474585724_1004155415082569_6588047996261425570_n

Fimmtudagur 21. ágúst

Bókasafn Selfossi - Skáldkonukvöld
kl. 20:00
Skáldkonurnar Snjólaug Bragadóttir og Birgitta H. Halldórsdóttir í aðalhlutverki.
Léttar veitingar í boði.



 Á skáldkonukvöldinu verður fjallað um verk skáldkvennanna Snjólaugar Bragadóttur og Birgittu H. Halldórsdóttur sem jafnframt verður heiðurgestur kvöldsins. Margrét Blöndal deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar mun eiga höfundaspjall við Birgittu og auk þess verðu upplestur út bókum skáldkvennanna, umræður og alls kyns skemmtilegheit.

Þriðjudagur 26. ágús

19578045_10212812214451036_1860025207_n-650x433Brimrót - Stokkseyri
Kl. 16.30
Sandra Clausen skáldkona. Höfundaspjall og upplestur.
Tónlist og léttar veitingar

Sandra Clausen sendi nýverið frá sér sína áttundu bók, Klúbbinn en áður hefur hún sent frá sér sögulegar skáldsögur í framhaldsseríunni Hjartablóð sem hefur notið mikilla vinsælda. Pétur Már Guðmundsson útgefandi og forstöðumaður menningarfélagsins Brimróts mun spjalla við Söndru um höfundarferilinn og hún svo lesa úr eigin verkum.

1-JANE-AUSTEN-GOD-768x512-1736328907KristinLindaFimmtudagur 28. ágúst 

Bókasafn Selfossi – Jane Austen klúbburinn
Kl. 16.00
Kristín Linda Jónsdóttir
Léttar veitingar í boði

Kristín Linda verður með fyrirlestur um JANE AUSTEN, ÆVI OG VERK - Aðdáendaklúbbinn og söguslóðir Jane í Bretlandi. Kristín Linda er sálfræðingur og hún er líka einn okkar helsti sérfræðingur í verkum og viðburðum tengdum Jane Austen og það verður fengur að fá hana til að segja okkur allt um skáldkonuna og ferðir sem hún hefur verið fararstjóri í, "Í fótspor Jane Austen".

Viðburðurinn er styrktur af Bókasafnssjóði. Te, gúrkusamlokur, sparibollar, sumarkjólar og hattar!



462046871_1549171409021582_3319287731550565418_n

Laugardagur 30. ágúst 

Bókasafn Selfossi - Ástarsaga úr fjöllunum

Kl. 13.00

Gunnar Helgason les. Sérstakur gestur: Tufti Pilkington

  Hinum ástríka ágústsmánuði líkur með lestri Gunnars Helgasonar rithöfundar á Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og myndskreytinn Brian Pilkington. Sérstakur heiðursgestur er sögupersónan Tufti sem kemur úr smiðju Pilkingtonfeðga. Bæði Gunnar og Tufti hafa heimsótt safnið áður við mikla gleði allra viðstaddra svo það er óhætt að lofa miklu fjöri.

AstasagaUrFjollunum_72Gunnar_helgason20240606_140600

Verkefnið Einu sinni á ágústkvöldi er styrkt af Bókasafnssjóði.  


Viðburðadagatal

10.6.2025 - 22.8.2025 Sveitarfélagið Árborg Sumarfrístund 2025

Sumarfrístund verður frá 10. júní til 22. ágúst 2025. 

Sjá nánar
 

5.8.2025 - 31.8.2025 Sveitarfélagið Árborg Einu sinni á ágústkvöldi

Rómantískur ágústmánuður

Sjá nánar
 
Ljodakvold-med-Volu-Hauks-og-Arndisi-Tyrfingsdottur-

13.8.2025 Ljóðakvöld með Völu Hauks og Arndísi Tyrfingsdóttur

Miðvikudaginn 13. ágúst kl. 19:30

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica