Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


ENDUR(Á)LIT | Páskasýning

  • 12.4.2025 - 21.4.2025, Byggðasafn Árnesinga

Á páskasýningu Byggðasafns Árnesinga verða til sýnis áróðursveggspjöld, unnin af nemendum í grafískri miðlun í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

12. apríl kl. 14.00 Sýningaropnun – ENDUR(Á)LIT

Á hverjum degi endurmótar unga fólkið heiminn. Hugmyndaflug, sköpunarkraftur og framfarir. 

Á safninu, í fortíðinni sjálfri óma nú raddir framtíðarinnar í sýningunni ENDUR(Á)LIT. 

Frítt er á safnið á opnun páskasýningar laugardaginn 12. apríl en annars gildir almennur aðgangseyrir og hver miði gildir sem árskort.

Verið velkomin!

Byggdasafn_logo_midja


Viðburðadagatal

20.11.2025 Miðbær Selfoss Klingjandi jólalög & jólaljósin kveikt á Selfossi

Þann 20. nóvember kl. 18 verður kveikt á jólatré Selfyssinga og öðrum jólaljósum sveitarfélagsins en jóladagskrá hefst kl. 17.30 á Brúartorgi í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

20.11.2025 - 23.11.2025 Sandvíkursetur Jólamarkaður Myndlistarfélags Árnessýslu

Jólamarkaður Myndlistarfélagsins opnar fimmtudaginn 20. nóvember kl. 18:00–21:00, sama kvöld og kveikt verður á jólaljósunum í bænum. Þá er tilvalið að rölta við, njóta andrúmsloftsins og styðja við listamennina í nærumhverfinu.

Sjá nánar
 

23.11.2025 Íþróttahúsið á Stokkseyri Jólabingó

10.bekkur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri verður með fjáröflunarbingó sunnudaginn 23. nóvember kl. 17.00.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica