Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


ENDUR(Á)LIT | Páskasýning

  • 12.4.2025 - 21.4.2025, Byggðasafn Árnesinga

Á páskasýningu Byggðasafns Árnesinga verða til sýnis áróðursveggspjöld, unnin af nemendum í grafískri miðlun í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

12. apríl kl. 14.00 Sýningaropnun – ENDUR(Á)LIT

Á hverjum degi endurmótar unga fólkið heiminn. Hugmyndaflug, sköpunarkraftur og framfarir. 

Á safninu, í fortíðinni sjálfri óma nú raddir framtíðarinnar í sýningunni ENDUR(Á)LIT. 

Frítt er á safnið á opnun páskasýningar laugardaginn 12. apríl en annars gildir almennur aðgangseyrir og hver miði gildir sem árskort.

Verið velkomin!

Byggdasafn_logo_midja


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

11.12.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Blokkflautunemendur í Tónlistarskóla Árnesingakoma í heimsókn

Blokkflautunemendur koma í heimsókn og spila fyrir gesti á Bókasafninu á Selfossi fimmtudaginn 11. desember klukkan 15:45

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica