ENDUR(Á)LIT | Páskasýning
Á páskasýningu Byggðasafns Árnesinga verða til sýnis áróðursveggspjöld, unnin af nemendum í grafískri miðlun í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
12. apríl kl. 14.00 Sýningaropnun – ENDUR(Á)LIT
Á hverjum degi endurmótar unga fólkið heiminn. Hugmyndaflug, sköpunarkraftur og framfarir.
Á safninu, í fortíðinni sjálfri óma nú raddir framtíðarinnar í sýningunni ENDUR(Á)LIT.
Frítt er á safnið á opnun páskasýningar laugardaginn 12. apríl en annars gildir almennur aðgangseyrir og hver miði gildir sem árskort.
Verið velkomin!