Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fluguhnýtinganámskeið fyrir byrjendur

  • 24.2.2024, 13:00 - 14:00, Bókasafn Árborgar, Selfoss

Bókasafn Árborgar býður uppá byrjendanámskeið í fluguhnýtingum. Gullið tækifæri fyrir þá sem vilja prófa hnýta sínar eigin flugur. Leiðbeinandi Hinrik Óskarsson. 

Áhersla verður lögð á silungaflugur 

Sýnd verða helstu verkfærin, efni og aðferðir sem unnið er með við fluguhnýtingar og farið yfir helstu leiðir til að nálgast meira kennsluefni fyrir áhugasama.

Þeir sem eiga verkfæri til hnýtinga eru hvattir til að taka þau með á námskeiðið og prófa að hnýta sínar eigin flugur undir leiðsögn.

Muna að skrá sig - takmarkað pláss

Þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður biðjum við áhugasama um að skrá sig sem fyrst með nafni, netfangi og símanúmeri á afgreidsla@aborg.is merkt "fluguhnýtingar".

Hlökkum til að sjá ykkur!


Viðburðadagatal

9.1.2025 - 31.1.2025 Listagjáin Listagjáin | Hada Kisu - Myndasöguútgáfa

Hada Kisu verður með listasýningu í Listagjánni fimmtudaginn 9. janúar kl. 15:00. Sama dag verður vinnusmiðja kl. 16:00.

Sjá nánar
 

27.1.2025 19:30 - 21:30 Pakkhúsið Prjónaklúbbur fyrir ungt fólk

Prjónaklúbbur með Mona og Wiebke fyrir ungt fólk í Pakkhúsinu.

Sjá nánar
 

30.1.2025 17:00 Bókasafn Árborgar, Selfoss Janoir lokahóf

Spennusagnahöfundurinn Skúli Sigurðsson heimsækir Bókasafnið í lokahófi Janoir glæpasagnahátíðarinnar.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica