Fræðsluganga um Hellisskóg | Skógræktarfélag Selfoss
Ganga um Hellisskóg. Mæting kl. 10:00 á aðalbílastæði skammt innan við innganginn við Ölfusá (sjá kort).
Félagar úr stjórn Skógræktarfélags Selfoss munu leiða göngu um Hellisskóg
Áætlað er að ganga góðan hring um Hellisskóg og er áætlaður göngutími u.þ.b. 2 klst., vegalengdin um 3 - 4 km.
Starfsemi Skógræktarfélagsins Selfoss verður kynnt og uppbyggingu skógarins lýst frá upphafi skógræktar á svæðinu árið 1985.