Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Frístundamessa Árborgar

  • 6.9.2025, Lindexhöllin

Frístundir og félagsstarf fyrir börn og fullorðna

  • 20211001_171142

Laugardaginn 6. september frá kl. 10 - 12 næstkomandi verður haldin frístundamessa fyrir íbúa Árborgar í Lindexhöllinni þar sem meðal annars verða kynntar frístundir og félagsstarf fyrir fullorðna.

Ef þú ert í forsvari fyrir frístundir/félagsstarf fyrir fullorðna sem eru í boði hér í sveitarfélaginu (t.d. íþróttastarf, listir, menning, kórar) þá langar okkur að biðja ykkur sem standið fyrir starfi af því tagi og viljið taka þátt að láta okkur vita.

Ábendingar þurfa að berast fyrir miðvikudaginn 27. ágúst á bylgjas@arborg.is Fram þarf að koma hvaða starf er í boði og ábyrgðaraðili starfsins.

Frekari upplýsingar verða sendar út í kjölfarið á þau sem taka þátt.


Viðburðadagatal

5.10.2025 - 2.11.2025 Byggðasafn Árnesinga Menningarmánuðurinn október á Byggðasafni Árnesinga

Í menningarmánuðinum verður ýmislegt í boði á Byggðasafni Árnesinga. Leiðsagnir verða á sumarsýningu safnsins „Yfir beljandi fljót“, ratleikur verður í boði alla sunnudaga og fróðlegir fyrirlestrar verða í varðveisluhúsi safnsins. Einn sunnudag býður Þjóðbúningafélag Íslands upp á glæsilega dagskrá og Leikfélag Eyrarbakka stendur fyrir einstöku bíókvöldi.

Sjá nánar
 

30.10.2025 - 3.11.2025 Draugasetrið Northern lights | Fantastic film festival

Hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 30. október til 2. nóvember í Fishernum, gömlu menningarverstöðinni á Stokkseyri.

Sjá nánar
 

1.11.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Dásamleg dýr | Útgáfuhóf á Bókasafni Árborgar Selfossi

Útgáfuhóf á Bókasafni Árborgar, Selfossi laugardaginn 1. nóvember frá kl. 11:00 - 13:00.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica