Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Frístundamessa Árborgar

  • 6.9.2025, Lindexhöllin

Frístundir og félagsstarf fyrir börn og fullorðna

  • 20211001_171142

Laugardaginn 6. september frá kl. 10 - 12 næstkomandi verður haldin frístundamessa fyrir íbúa Árborgar í Lindexhöllinni þar sem meðal annars verða kynntar frístundir og félagsstarf fyrir fullorðna.

Ef þú ert í forsvari fyrir frístundir/félagsstarf fyrir fullorðna sem eru í boði hér í sveitarfélaginu (t.d. íþróttastarf, listir, menning, kórar) þá langar okkur að biðja ykkur sem standið fyrir starfi af því tagi og viljið taka þátt að láta okkur vita.

Ábendingar þurfa að berast fyrir miðvikudaginn 27. ágúst á bylgjas@arborg.is Fram þarf að koma hvaða starf er í boði og ábyrgðaraðili starfsins.

Frekari upplýsingar verða sendar út í kjölfarið á þau sem taka þátt.


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

13.12.2025 Miðbær Selfoss Jólasveinar koma úr Ingólfsfjalli

Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á Brúartorginu í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica