Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Frístundamessa Árborgar

  • 6.9.2025, Lindexhöllin

Frístundir og félagsstarf fyrir börn og fullorðna

  • 20211001_171142

Laugardaginn 6. september frá kl. 10 - 12 næstkomandi verður haldin frístundamessa fyrir íbúa Árborgar í Lindexhöllinni þar sem meðal annars verða kynntar frístundir og félagsstarf fyrir fullorðna.

Ef þú ert í forsvari fyrir frístundir/félagsstarf fyrir fullorðna sem eru í boði hér í sveitarfélaginu (t.d. íþróttastarf, listir, menning, kórar) þá langar okkur að biðja ykkur sem standið fyrir starfi af því tagi og viljið taka þátt að láta okkur vita.

Ábendingar þurfa að berast fyrir miðvikudaginn 27. ágúst á bylgjas@arborg.is Fram þarf að koma hvaða starf er í boði og ábyrgðaraðili starfsins.

Frekari upplýsingar verða sendar út í kjölfarið á þau sem taka þátt.


Viðburðadagatal

17.9.2025 - 15.10.2025 Sundhöll Selfoss Möndlað með módernisma | Nemendasýning FSu í Sundhöll Selfoss

Myndlistarnemar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa sett upp fjölbreytta sýningu í Sundhöll Selfoss. Um er að ræða allra stærstu sýningu sem nemendur skólans hafa sett upp í opinberu rými. Sú ber yfirskriftina Möndlað með módernisma enda helsta viðfangsefni hennar listastefnur á tímabilinu 1850-1930 en á því skeiði, og reyndar fram eftir 20. öldinni, átti sér stað margþætt þróun í listsköpun.  

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 4.11.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Komdu að tala íslensku | Bókasafn Árborgar Selfossi

Á þriðjudögum kl. 16:00 - 17:00 hittumst við á bókasafninu og spjöllum saman.

Sjá nánar
 

1.10.2025 - 29.10.2025 Sandvíkursetur Vatnslitastundir hjá Myndlistarfélaginu í Menningarmánuði

Fjórar vatnslitastundir í október, þann 1., 15., 22., og 29. október

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica