Gömlu albúmin á Stokkseyri
Komdu að gramsa og leita að kunnuglegum andlitum
Hafdís Sigurjónsdóttir tekur á móti gestum á Bókasafni Árborgar Stokkseyri og býður fólki að skoða hjá sér gamlar ljósmyndur úr þorpinu.
Myndirnar eru teknar víða í þorpinu á 20. öldinni, Gimli, barnaskólanum og víðar.
Opnunartímar safnsins eru á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 15 - 18 og verður myndgreiningin í boði allan mánuðinn í tilefni af Menningarmánuðinum október.
Vonum til að fá sem flesta í heimsókn á Bókasafnið Stokkseyri - kíktu við og sjáðu hvort þú þekkir kunnuglegt andlit á myndunum.