Northern lights | Fantastic film festival
Hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 30. október til 2. nóvember í Fishernum, gömlu menningarverstöðinni á Stokkseyri.
Northern Lights - Fantastic Film Festival er alþjóðleg kvikmyndahátíð haldin árlega nálægt hrekkjavöku.
Á hátíðinni eru sýndar um 40-50 „fantastic“ (ævintýri, fantasíu, horror, sci-fi, animation) alþjóðlegar stuttmyndir sem keppa til veglegra verðlauna. Margir „fantastic“ viðburðir eru haldnir samhliða hátíðinni, eins og t.d. masterklassar, spjallborð, fantastic film pub-quiz, hrekkjavökubúningaball ofl.

Hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 30. október til 2. nóvember í Fishernum, gömlu menningarverstöðinni á Stokkseyri.
Þar mun hátíðin halda áfram að byggja brú milli fortíðar og framtíðar, þjóðsagna og kvikmynda, enda eitt af aðalmarkmiðum hátíðarinnar að hvetja kvikmyndahöfunda til að nýta sér íslenskan þjóðsagnararf í verkum sínum.Hátíðin vonast til að virkja „fantastic“ samstarf við stofnanir, lista-, menningar og mennta á svæðinu, um hina ýmsu viðburði tengdum þema hátíðarinnar svo að allir verði svolítið „fantastic“ þessa helgi.
Frekari upplýsingar um hátíðina:
www.fantasticfilmfestival.is
https://filmfreeway.com/NorthernLightsFantasticFilmFestival
https://www.facebook.com/NorthernLightsFantastic
https://www.instagram.com/northernlightsfantasticff



