Menningarmánuðurinn október á Byggðasafni Árnesinga
Í menningarmánuðinum verður ýmislegt í boði á Byggðasafni Árnesinga. Leiðsagnir verða á sumarsýningu safnsins „Yfir beljandi fljót“, ratleikur verður í boði alla sunnudaga og fróðlegir fyrirlestrar verða í varðveisluhúsi safnsins. Einn sunnudag býður Þjóðbúningafélag Íslands upp á glæsilega dagskrá og Leikfélag Eyrarbakka stendur fyrir einstöku bíókvöldi.
Húsið - Kirkjubær – Eggjaskúr - Sjóminjasafn - Varðveisluhús á Búðarstíg 22
Safnið er opið alla sunnudaga í október kl. 13 - 17 og ókeypis aðgangur.
Viðburðir |
5. okt. sunnudagur kl. 14Yfir beljandi fljót leiðsögn Lýðs Pálssonar, safnstjóraum sýninguna í borðstofu Hússins. HÚSIÐ |
12. okt. sunnudagur kl. 14 - 16Þjóðbúningar & skart - Þjóðbúningafélag Íslands Örkynningar á þjóðbúningaskarti og fróðlegu efni verða í Sjóminjasafninu. Kaffiveitingar í Húsinu. VARÐVEISLUHÚS – SJÓMINJSAFN – HÚSIÐ |
18. okt. laugardagur kl. 20Stöndum saman Bíókvöld Leikfélags Eyrarbakka. VARÐVEISLUHÚS BÚÐARSTÍG 22. |
19. okt. sunnudagur kl. 14Yfir beljandi fljót leiðsögn Lindu Ásdísardóttur, Þorpsbúar sýning með ljósmyndum Lindu Ásdísardóttur KIRKJUBÆR |
19. okt. sunnudagur kl. 20Stöndum saman Bíókvöld Leikfélags Eyrarbakka. VARÐVEISLUHÚS BÚÐARSTÍG 22. |
26. okt. sunnudagur kl. 14Sögu horfinna húsa á Eyrarbakka púslað saman.Fyrirlestur Ingu Láru Baldvinsdóttur og Magnúsar Karels Hannessonar höfundar bókarinnar „Eyrarbakki byggð í mótun. Horfin hús 1878 – 1960.“ VARÐVEISLUHÚS BÚÐARSTÍG 22. |
2. nóv. sunnudagur kl. 14Var hún Snorrabúð einhvern tímann stekkur?- um fornleifarannsóknir á Þingvöllum í gegn um tíðina. Fyrirlestur Margrétar Hallmundsdóttur fornleifafræðings um fornleifarannsóknir á Þingvöllum frá ofanverðri 19. öld til dagsins í dag. VARÐVEISLUHÚS BÚÐARSTÍG 22 |