Haustfundur Leikfélags Selfoss / Fall meeting at Selfoss amateur theater company
Vetrarstarfi Leikfélags Selfoss verður ýtt úr vör með hinum árlega haustfundi í Litla leikhúsinu við Sigtún á fimmtudaginn, 4. september, kl. 20:00.
Á fundinum verður dagskrá vetrarins kynnt en margir stórir sem smáir viðburðir verða á dagskrá á leikárinu þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi bæði sem áhorfendur og þátttakendur.
Fundurinn verður léttur og notalegur að vanda, heitt kaffi á könnunni og öll velkomin.
Sérstaklega tökum við vel á móti nýju fólki sem hefur áhuga á að bætast í hina sívaxandi leikhúsfjölskyldu eða vill kynna sér starf leikfélagsins betur.
We will start the winter activities at Leikfélag Selfoss with the yearly fall meeting in the "Little Theater" at Sigtún now on Thursday September 4th at 20:00.
In the meeting we will introduce events, big and small, that will be on the agenda for the coming theatrical year where everyone should be able to find something to their liking both as audience and participants.
The meeting will be informal and cosy and there will be coffee and refreshments.
We especially welcome new people that are interested in learning about our theater group and welcome all additions to our growning theater family.