Íþróttamót Sleipnis

  • 22.5.2020 - 24.5.2020, Brávellir

Lokað íþróttamót eingöngu fyrir félaga í Hestamannafélaginu Sleipni að því undanskyldu að tölt (T1) meistaraflokki verður opið en þó með 30 keppenda hámarksfjölda.

Stjórn og íþróttamótsnefnd Sleipnis hvetur félaga sína eindregið til þess að taka þátt í íþróttamótinu enda er boðið upp á fjölbreyttar keppnisgreinar íþróttakeppninnar.

Skráning er opin frá og með deginum í dag en henni lýkur á miðnætti mánudaginn 18.maí.
Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Sportfengs.
Skráningargjald er 5000 krónur í hverja keppnisgrein nema í tölt meistaraflokki þar sem þátttökugjaldið er 7000 krónur.
Mótanefnd Sleipnis áskilur sér rétt til þess að fella niður og/eða sameina flokka ef næg þátttaka næst ekki

Hér fyrir neðan eru þær keppnisgreinar og flokkar sem boðið er uppá.

Keppnisgrein Flokkur
Tölt T1 Opinn flokkur - Meistaraflokkur
Tölt T2 Opinn flokkur - Meistaraflokkur
Tölt T3 Opinn flokkur - 1. flokkur
Tölt T3 Opinn flokkur - 2. flokkur
Tölt T3 Ungmennaflokkur
Tölt T3 Unglingaflokkur
Tölt T3 Barnaflokkur
Tölt T4 Opinn flokkur - 1. flokkur
Tölt T4 Ungmennaflokkur
Tölt T7 Opinn flokkur - 2. flokkur
Tölt T7 Unglingaflokkur
Tölt T7 Barnaflokkur
Fjórgangur V1 Opinn flokkur - Meistaraflokkur
Fjórgangur V2 Opinn flokkur - 1. flokkur
Fjórgangur V2 Opinn flokkur - 2. flokkur
Fjórgangur V2 Ungmennaflokkur
Fjórgangur V2 Unglingaflokkur
Fjórgangur V2 Barnaflokkur
Fjórgangur V5 Opinn flokkur - 2. flokkur
Fjórgangur V5 Unglingaflokkur
Fjórgangur V5 Barnaflokkur
Fimmgangur F1 Opinn flokkur - Meistaraflokkur
Fimmgangur F2 Opinn flokkur - 1. flokkur
Fimmgangur F2 Ungmennaflokkur
Fimmgangur F2 Unglingaflokkur
Gæðingaskeið PP1 Opinn flokkur - Meistaraflokkur
Gæðingaskeið PP1 Ungmennaflokkur
Gæðingaskeið PP2 Opinn flokkur - 1. flokkur

Viðburðadagatal

6.6.2020 - 7.6.2020 Brávellir Opið gæðingamót Sleipnis

Keppnin fer fram á Brávöllum á Selfossi og er keppt er í öllum hefðbundnum flokkum gæðingakeppninnar auk þess C1-flokki sem er hugsaður fyrir minna vana knapa.

Sjá nánar
 

7.6.2020 11:00 - 15:00 Stokkseyri Kvennfélag Stokkseyrar | Sjómannadagurinn

Sjómannadagsmessa verður í Stokkseyrarkirkju, kökubasar í íþróttahúsinu

Sjá nánar
 

7.6.2020 13:00 - 17:00 Eyrarbakki Björgunarsveitin Björg | Sjómannadagurinn

Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka hefur ákveðið að halda brot af dagskrá sinni á sjómannadeginum

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica