Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka

  • 23.11.2025, Samkomuhúsið Staður

Jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka verður haldinn þann 23. nóvember kl 14 í Samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.

Hinn árlegi jólabasar Kvenfélagsins verður haldinn sunnudaginn 23. nóvember í Samkomuhúsinu á Stað. kl. 14.

Hannyrðir af ýmsu tagi, jólaskraut, handgerð kort, bakkelsi, brauð, kerti og margt, margt fleira fallegt.
Kaffi og vöflusala.

Verið velkomin að eiga saman góða stund og efla gott málefni.

Ágóði rennur til líknarmála.

Basarnefnd Kvenfélags Eyrarbakka.

Kvenfelag-eyrarbakka-logo_1749729292101


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

13.12.2025 Miðbær Selfoss Jólasveinar koma úr Ingólfsfjalli

Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á Brúartorginu í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica