Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jóladjazzinn kemur í Jólamiðbæinn

  • 18.12.2025, Sviðið

Unnur Birna mætir með kvartett sinn á hinn margrómaða tónleikasal Sviðið.

Hér verður alúðleg stemning sem svífur yfir vötnum og ekki allskostar ólíklegt að jólaandinn sjálfur muni láta á sér kræla.

Samkvæmt elsku Selfyssingum er þetta 33. árið sem jóladjazzinn mun dynja við brúnna yfir Ölfusá.

Vertinn verður að vanda sérstaklega spariklæddur og er von á leynigesti en meir um það síðar.

Húsið opnar 19:30.


Viðburðadagatal

12.1.2026 Ráðhús Árborgar Íbúafundur - Kynning á fjárhagsáætlun Árborgar 2026

Sveitarfélagið Árborg boðar til íbúafundar mánudaginn 12. janúar 2026 kl. 18:00 í Ráðhúsi Árborgar. Fundurinn verður haldinn í fundarsal ráðhússins á 3. hæð. 

Sjá nánar
 

31.1.2026 Sviðið MAMMA MIA PARTY

MAMMA MIA PARTY sem hefur slegið í gegn þar sem var uppselt var á öll kvöldin 2025 á Sviðinu og uppselt á Græna hattinum tvö kvöld í röð.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica