Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jóladjazzinn kemur í Jólamiðbæinn

  • 18.12.2025, Sviðið

Unnur Birna mætir með kvartett sinn á hinn margrómaða tónleikasal Sviðið.

Hér verður alúðleg stemning sem svífur yfir vötnum og ekki allskostar ólíklegt að jólaandinn sjálfur muni láta á sér kræla.

Samkvæmt elsku Selfyssingum er þetta 33. árið sem jóladjazzinn mun dynja við brúnna yfir Ölfusá.

Vertinn verður að vanda sérstaklega spariklæddur og er von á leynigesti en meir um það síðar.

Húsið opnar 19:30.


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

11.12.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Blokkflautunemendur í Tónlistarskóla Árnesingakoma í heimsókn

Blokkflautunemendur koma í heimsókn og spila fyrir gesti á Bókasafninu á Selfossi fimmtudaginn 11. desember klukkan 15:45

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica