Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jólajazz í Gömlu kartöflugeymslunni

  • 14.12.2025, Gamla kartöflugeymslan á Eyrarbakka

Öll hjartanlega velkomin á hlýlega jólatónleika í Gömlu kartöflugeymslunni við Búðarstíg á Eyrarbakka þann 14.desember kl. 20:00.

Jólajazz, jólajazz, jólajazz!!


Jazzkettlingarnir Marína Ósk, Tómas Jónsson og Leifur Gunnarsson mæta í hús og bjóða upp á efnisskrá með jözzuðum jólalögum af gamla skólanum - þessum gömlu góðu sem allir elska.

Gestir mega eiga von á huggulegheitum í miklu magni og góðum skammti af hjartahlýju. Hver veit nema jólaskapið geri vart við sig?

Miðaverð er 5000kr. Posi á staðnum en miðaframboð er afar takmarkað og því líklegast skynsamlegt að tryggja sér miða hið snarasta.

Húsið opnar 19:30.

Fram koma:
Marína Ósk - söngur
Tómas Jónsson - píanó/hljómborð
Leifur Gunnarsson - kontrabassi

Miðasala er hafin: https://fienta.com/jolajazz-i-gomlu-kartoflugeymslunni


Viðburðadagatal

28.12.2025 Samkomuhúsið Staður Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

Verður haldið á Stað þann 28. desember 

Sjá nánar
 

29.12.2025 Íþróttahúsið á Stokkseyri Jólaball Kvenfélags Stokkseyrar

Mánudaginn 29. desember frá kl 15 til 17 í íþróttahúsinu á Stokkseyri

Sjá nánar
 

31.1.2026 Sviðið MAMMA MIA PARTY

MAMMA MIA PARTY sem hefur slegið í gegn þar sem var uppselt var á öll kvöldin 2025 á Sviðinu og uppselt á Græna hattinum tvö kvöld í röð.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica