Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jólajazz í Gömlu kartöflugeymslunni

  • 14.12.2025, Gamla kartöflugeymslan á Eyrarbakka

Öll hjartanlega velkomin á hlýlega jólatónleika í Gömlu kartöflugeymslunni við Búðarstíg á Eyrarbakka þann 14.desember kl. 20:00.

Jólajazz, jólajazz, jólajazz!!


Jazzkettlingarnir Marína Ósk, Tómas Jónsson og Leifur Gunnarsson mæta í hús og bjóða upp á efnisskrá með jözzuðum jólalögum af gamla skólanum - þessum gömlu góðu sem allir elska.

Gestir mega eiga von á huggulegheitum í miklu magni og góðum skammti af hjartahlýju. Hver veit nema jólaskapið geri vart við sig?

Miðaverð er 5000kr. Posi á staðnum en miðaframboð er afar takmarkað og því líklegast skynsamlegt að tryggja sér miða hið snarasta.

Húsið opnar 19:30.

Fram koma:
Marína Ósk - söngur
Tómas Jónsson - píanó/hljómborð
Leifur Gunnarsson - kontrabassi

Miðasala er hafin: https://fienta.com/jolajazz-i-gomlu-kartoflugeymslunni


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

29.11.2025 Selfosskirkja Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands

Sinfóníuhjómsveit Suðurlands heldur jólatónleika fyrir alla fjölskylduna í Selfosskirkju laugardaginn 29. nóvember.

Sjá nánar
 

30.11.2025 Skálavíkurtún Kveikt á jólatré Stokkseyringa

Sunnudaginn 30. nóvember 2025 kl. 17 kveikjum við á jólatrénu á Stokkseyri, dönsum í kringum það og syngjum jólalög með körlum klæddum rauðu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica