Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jólakvöld Leikfélags Selfoss

  • 16.12.2025, Litla Leikhúsið

Hið árlega Jólakvöld Leikfélags Selfoss verður haldið þriðjudagskvöldið 16. desember kl. 20:00 í Litla Leikhúsinu við Sigtún.

Jólakvöldið verður róleg og heimilisleg stund þar sem fólk getur notið sín og nærveru annarra. Þar er kjörið að slaka á í jólaundirbúningnum, njóta augnabliksins og stemningarinnar á afslappaðan hátt í góðu og hlýju umhverfi leikhússins.
Góðir jólagestir og karakterar hafa kíkt í heimsókn á þessum kvöldum og í ár verða í það minnsta frumsýnd tvö lítil frumsamin jólaleikrit, hver veit hvað gerist meira.

Jólakvöldið er opinn vettvangur fyrir alla sem vilja leggja sitt af mörkum við að skapa góða jólastemmningu svo atriði hvers konar í anda jólanna eru velkomin. Ef þú lumar á einu slíku, góðri sögu, ljóði eða jafnvel lagi, þá væri það afar skemmtilegt. Gott væri ef viðkomandi gæti látið vita í tölvupósti á leikfelagselfoss@leikfelagselfoss.is eða í skilaboðum á facebooksíðu félagsins,  Leikfélag Selfoss.

Það hefur skapast hefð fyrir því að fólk komi með smákökur eða annað góðgæti með sér og slái þannig saman í gott hlaðborð, en leikfélagið býður uppá kaffi og kakó.

Hlökkum til að njóta jólastemmningarinnar með ykkur, öll velkomin.


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

13.12.2025 Miðbær Selfoss Jólasveinar koma úr Ingólfsfjalli

Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á Brúartorginu í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica