Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jólamarkaður Myndlistarfélags Árnessýslu

  • 20.11.2025 - 23.11.2025, Sandvíkursetur

Jólamarkaður Myndlistarfélagsins opnar fimmtudaginn 20. nóvember kl. 18:00–21:00, sama kvöld og kveikt verður á jólaljósunum í bænum. Þá er tilvalið að rölta við, njóta andrúmsloftsins og styðja við listamennina í nærumhverfinu.

Markaðurinn verður einnig opinn helgina, laugardaginn 22. nóvember og sunnudaginn 23. nóvember kl. 13:00–17:00.
En lokað er föstudaginn 21. nóvember!
Á markaðinum finnur þú fjölbreytt handgerð listaverk og einstaka muni eftir félagsmenn, verk sem eru einstök og hvergi annars staðar fáanleg. Í heimi þar sem allir eiga allt, er listin gjöf sem gefur áfram, hún gleður, vekur tilfinningar og færir heimilinu sál og hlýju.
Ekki láta þennan hátíðlega markað fram hjá þér fara, hjá okkur finnur þú jólagjöfina sem talar beint til hjartans.


Viðburðadagatal

20.11.2025 Miðbær Selfoss Klingjandi jólalög & jólaljósin kveikt á Selfossi

Þann 20. nóvember kl. 18 verður kveikt á jólatré Selfyssinga og öðrum jólaljósum sveitarfélagsins en jóladagskrá hefst kl. 17.30 á Brúartorgi í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

20.11.2025 - 23.11.2025 Sandvíkursetur Jólamarkaður Myndlistarfélags Árnessýslu

Jólamarkaður Myndlistarfélagsins opnar fimmtudaginn 20. nóvember kl. 18:00–21:00, sama kvöld og kveikt verður á jólaljósunum í bænum. Þá er tilvalið að rölta við, njóta andrúmsloftsins og styðja við listamennina í nærumhverfinu.

Sjá nánar
 

23.11.2025 Íþróttahúsið á Stokkseyri Jólabingó

10.bekkur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri verður með fjáröflunarbingó sunnudaginn 23. nóvember kl. 17.00.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica