Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


JÓLASÝNING, SKÁLDASTUND, BARNAGLEÐI og MARGT FLEIRA JÓLALEGT

  • 30.11.2025, Byggðasafn Árnesinga
  • 7.12.2025, Byggðasafn Árnesinga
  • 14.12.2025, Byggðasafn Árnesinga

Jólaandinn mun svífa yfir vötnunum á Byggðasafni Árnesinga á aðventu.

Gömul jólatré skreytt lyngi og ljósum, kórsöngur, ljúf stofustemning, ullarvinna, barnabókastund, músastigar og jólasveinabrúður í felum. Allt þetta og miklu meira verður hægt að upplifa á aðventunni í Húsinu á Eyrarbakka, ókeypis aðgangur. Opið verður sunnudagana 30. nóvember, 7. og 14. desember klukkan 13:00 – 17:00 og eitthvað nýtt verður á dagskrá alla þessa daga. Jólasýningin okkar verður á sínum stað og okkar dýrmætu gömlu jólatré verða í forgrunni. Á sama tíma er jólatorgið á Eyrarbakka opið þar sem margt er í boði.

Hin hefðbundna „Skáldastund í Húsinu“ verður sunnudaginn 30. nóvember klukkan 15:00 en þá koma rithöfundar sér vel fyrir í stássstofunni og lesa úr nýútkomnum verkum sínum. Boðið er upp á ólíka höfunda sem allir hafa getið sér gott orð fyrir ritverk sín hvort sem það eru spennusögur, skáldsögur, skáldæfisögur, smásögur eða ljóðagerð. Þeir höfundar sem heimsækja okkur í ár verða Bjarni M. Bjarnason, Hrafn Andrés Harðarsson, Nína Ólafsdóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Pjetur Hafstein Lárusson og Þórunn Valdimarsdóttir.

Sunnudaginn 7. desember ríkir látlaust og hlýlegt andrúm þar sem hægt verður að njóta friðsællar stundar við að föndra músastiga og narta í piparkökur.

Sannkölluð jólaveisla verður í safninu sunnudaginn 14. desember en þá kemur Nanna Rögnvaldardóttir og verður með áhugaverða barnabókastund. Unglingakór Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnár flytur jólalög, ullarmeistarinn Ásthildur Magnúsdóttir kynnir gömlu handtök tóvinnunnar og orgelsmiðurinn Björgvin Tómasson færir okkur tónlistaundur lírukassans. Jólasýningin rómaða verður auðvitað opin.

Einn góðan tiltekinn dag á aðventu mun safnið opinbera einn jólaglugga sem er hluti af jólaleik Árborgar. Leikurinn gengur út á að finna bókstafi í ólíkum gluggum um allt sveitarfélagið og raða þeim inn í orðagátu. Hægt er að nálgast leikinn sjálfan hjá okkur á opnunartíma en einnig á fjölmörgum stöðum og á netinu. Glugginn mun blasa við dag og nótt.

Byggðasafni Árnesinga býður gesti innilega velkomna og aðgangur er ókeypis.

590741847_786016221108090_4475719859170877906_n


Viðburðadagatal

13.1.2026 - 13.2.2026 Listagjáin Vöxtur - Berglind Ragna opnar sýningu í Listagjánni

Myndlistarsýningin „Vöxtur“ opnaði í gær og verður í Listagjánni til 13. febrúar 2026. Hana má bera augum á opnunartíma Bókasafns Árborgar Selfossi. 

Sjá nánar
 

22.1.2026 Bókasafn Árborgar, Selfoss Janoir - Glæpasagnakvöld

Bókasafn Árborgar Selfossi í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag standa fyrir glæpasagnakvöldi fimmtudaginn 22. janúar kl. 19:30.

Sjá nánar
 

31.1.2026 Sviðið MAMMA MIA PARTY

MAMMA MIA PARTY sem hefur slegið í gegn þar sem var uppselt var á öll kvöldin 2025 á Sviðinu og uppselt á Græna hattinum tvö kvöld í röð.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica