Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jólatónleikar Jórukórsins

  • 3.12.2025, Selfosskirkja

Miðvikudaginn 3.desember býður Jórukórinn Sunnlendinga velkomna á sína árlegu jólatónleika í Selfosskirkju kl 18:30 og 20:30. Þar gefst Sunnlendingum tækifæri á að njóta huggulegrar jólastundar í heimabyggð. Tónleikarnir eru uppskeruhátíð hauststarfs kórsins þar sem sunnlenskar konur eru í aðalhlutverki og kórkonur sýna afrakstur æfinga, textasmíða og lagaútsetninga kórs og kórstýru.

Jórukórinn er gamalgróinn kvennakór á Selfossi sem hefur verið starfandi síðan haustið 1996. Starfsemi Jórukórsins er mikilvægur liður í menningarstarfi á Selfossi þar sem konur koma saman vikulega og tengjast saman í söng og sköpun. Kórkonur gefa svo af sér til samfélagsins með því að halda tónleika í heimabyggð og leggur kórinn metnað sinn í að allir tónleikar kórsins séu einstakir. Kórnum stýrir engin önnur en tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir, sem hefur stjórnað kórnum frá haustinu 2021. Unnur Birna hefur frá því hún tók við kórnum unnið að því að virkja tónlistina í hverri og einni kórkonu.

Tónleikarnir verða með fjölbreytt lög á dagskrá, íslensk og erlend, þjóðleg og nýleg. Flest lögin eru þó með íslenskum texta, í sumum tilfellum eru það glóðvolgir sunnlenskir jólatextar úr ranni kórkvenna og kórstýru. Flestar útsetningar eru eftir kórstýru og kórinn sjálfan, þar sem konur hafa fengið rými til að semja texta og taka virkan þátt í útsetningum sérstaklega fyrir þessa tónleika. Þau íslensku jólalög sem kórinn hefur ekki flutt áður eru ýmist í upprunalegum útsetningum eða nýjum útsetningum kórstýru, en einnig hefur kórinn í samstarfi við kórstýru unnið sjálfur í að raddsetja lög, sem er einstakt tækifæri fyrir kórkonur; að fá að skapa hljóðheiminn.

Á tónleikunum kemur fram með kórnum einvala lið tónlistarmanna sem eru þeir Jón Ingimundarson á píanó, Jóhann Guðmundsson á gítar og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. Auk þess leika fjölhæfar kórkonur með í nokkrum lögum á klarinett og þverflautu ásamt því að einsöngvarar koma fram úr röðum kórsins. Miðaverði á tónleikana er stillt í hóf, 4.900 kr fyrir 14 ára og eldri, 1.500 kr fyrir 6-13 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri, og fer miðasala fram á heimasíðu kórsins, www.jorukorinn.is

Jórukórinn vonast til þess að sem flestir sjái sér fært til þess að koma og hlýða á jólatónleika kórsins þar sem sunnlenskar konur sameinast í sköpun og söng og gefir kórkonum tækifæri til að flytja eigin sköpunarverk í heimabyggð fyrir menningarþyrsta Sunnlendinga.


Viðburðadagatal

13.1.2026 - 13.2.2026 Listagjáin Vöxtur - Berglind Ragna opnar sýningu í Listagjánni

Myndlistarsýningin „Vöxtur“ opnaði í gær og verður í Listagjánni til 13. febrúar 2026. Hana má bera augum á opnunartíma Bókasafns Árborgar Selfossi. 

Sjá nánar
 

22.1.2026 Bókasafn Árborgar, Selfoss Janoir - Glæpasagnakvöld

Bókasafn Árborgar Selfossi í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag standa fyrir glæpasagnakvöldi fimmtudaginn 22. janúar kl. 19:30.

Sjá nánar
 

31.1.2026 Sviðið MAMMA MIA PARTY

MAMMA MIA PARTY sem hefur slegið í gegn þar sem var uppselt var á öll kvöldin 2025 á Sviðinu og uppselt á Græna hattinum tvö kvöld í röð.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica