Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands
Sinfóníuhjómsveit Suðurlands heldur jólatónleika fyrir alla fjölskylduna í Selfosskirkju laugardaginn 29. nóvember.

Efnisskrá jólatónleika þessa árs er sett saman með börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í huga.
Meðal verka á tónleikunum er tónlistin úr teiknimyndinni um Snjókarlinn sem gerð var eftir sögu Raymond Briggs. Myndin var frumsýnd í Bretlandi 26. desember 1982 og varð strax gríðarlega vinsæl. Hún hlaut m.a. Baftaverðlaun og hefur verið sýnd í bresku sjónvarpi um hver jól frá frumsýningu.
Tónlistin í myndinni er eftir enska tónskáldið og hljómsveitarstjórann Howard Blake og talin vera hans merkasta verk.
Jóhann G. Jóhannsson leikari verður sögumaður í flutningi verksins. 
Á tónleikunum koma fram Valgerður Guðnadóttir sópran, Barnakór og Unglingakórar Selfosskirkju, Söngfuglar Tónlistarskóla Árnesinga og Jóhann G. Jóhannsson leikari sem verður sögumaður í tónverkinu Snjókarlinn.
Konsertmeistari er Greta Guðnadóttir og hljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi tónleikanna er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Að þessu sinni er efnisskráin miðuð að börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra.
Miðasala fer fram á tix.is: Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2025 | Tix



