Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jólatorgið á Eyrarbakka

  • 30.11.2025, Rauða húsið
  • 7.12.2025, Rauða húsið
  • 14.12.2025, Rauða húsið

Hátíðleg markaðsstemning verður fyrstu þrjá sunnudagana í aðventu á Eyrarbakka.

Jólatorgið á Eyrarbakka verður á sínum stað þessa aðventu sem áður og sökum eftirspurnar teygir torgið sig inn í kjallara Rauða Hússins og verða söluborð þar inni jafnt sem úti í kofunum. 

Fjölmikið verður af fjölbreytilegu handverki og listaverkum til sölu frá handverks- og listafólki í nærumhverfi Árborgar. 

Opið verður sunnudagana 30. nóvember, 7. desember og 14. desember frá kl. 13 - 17.

Sömu daga verður opið í Byggðasafni Árnesinga og hátíðleg dagskrá þar. Einnig verður opið í kjallara Rauða Hússins sem ætlar að selja kakó og vöfflur. 

Sunnudaginn 30. nóvember kl. 16 verður kveikt á jólatré Eyrbekkinga rétt aftan við Jólatorgið. Þangað mæta rauðir sveinar og hver veit nema Grýla verði á vappi á Jólatorginu til að gleðja gesti og gangandi. Verið öll hjartanlega velkomin í gömlu jólin á Eyrarbakka. 


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

29.11.2025 Selfosskirkja Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands

Sinfóníuhjómsveit Suðurlands heldur jólatónleika fyrir alla fjölskylduna í Selfosskirkju laugardaginn 29. nóvember.

Sjá nánar
 

30.11.2025 Skálavíkurtún Kveikt á jólatré Stokkseyringa

Sunnudaginn 30. nóvember 2025 kl. 17 kveikjum við á jólatrénu á Stokkseyri, dönsum í kringum það og syngjum jólalög með körlum klæddum rauðu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica