Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Klingjandi jólalög & jólaljósin kveikt á Selfossi

  • 20.11.2025, Miðbær Selfoss

Þann 20. nóvember kl. 18 verður kveikt á jólatré Selfyssinga og öðrum jólaljósum sveitarfélagsins en jóladagskrá hefst kl. 17.30 á Brúartorgi í Miðbæ Selfoss.

20. nóvember | Fimmtudagur 

kl. 17:30 | Klingjandi jólalög 
Brúartorg, Miðbær Selfoss

kl. 17:45 | Barna- og unglingakór Selfosskirkju
Flytur jólalög undir stjórn Edit A. Molnár

kl. 17:55 | Ávarp frá formanni bæjarráðs
Sveinn Ægisson telur niður með íbúum og kveikt verður á jólatrénu í miðbæ Selfoss.

kl. 18:00 | Kveikt á Jólatré Selfoss

kl. 18 - 21 | Jólaljósakvöld í miðbæ Selfoss
Verslanir og veitingastaðir með opið til kl. 21:00

kl. 18:00 - 21:00 | Jólamarkaður
Myndlistarfélag Árnessýslu, Sandvíkursetur

Félagsmenn Myndlistarfélags Árnessýslu halda jólamarkað á vinnustofu félagsins sem mun bjóða upp á fjölbreytt úrval af handverkum, ekki eingöngu listaverkum heldur handverki sem endurspegla fjölhæfni félagsmanna. Jólamarkaðurinn er tilvalinn til að finna einstakar og vandaðar gjafir fyrir jólin. Heitt á könnunni, jólakökur og jólastemning.


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

7.12.2025 Rauða húsið Jólatorgið á Eyrarbakka

Hátíðleg markaðsstemning verður fyrstu þrjá sunnudagana í aðventu á Eyrarbakka.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica