Klingjandi jólalög & jólaljósin kveikt á Selfossi
Þann 20. nóvember kl. 18 verður kveikt á jólatré Selfyssinga og öðrum jólaljósum sveitarfélagsins en jóladagskrá hefst kl. 17.30 á Brúartorgi í Miðbæ Selfoss.
20. nóvember | Fimmtudagur
kl. 17:30 | Klingjandi jólalög
Brúartorg, Miðbær Selfoss
kl. 17:45 | Barna- og unglingakór Selfosskirkju
Flytur jólalög undir stjórn Edit A. Molnár
kl. 17:55 | Ávarp bæjarstjóra
Bragi Bjarnason telur niður með íbúum og kveikt verður á jólatrénu í miðbæ Selfoss.
kl. 18:00 | Kveikt á Jólatré Selfoss
kl. 18:00 - 21:00 | Jólamarkaður
Myndlistarfélag Árnessýslu, Sandvíkursetur
Félagsmenn Myndlistarfélags Árnessýslu halda jólamarkað á vinnustofu félagsins sem mun bjóða upp á fjölbreytt úrval af handverkum, ekki eingöngu listaverkum heldur handverki sem endurspegla fjölhæfni félagsmanna. Jólamarkaðurinn er tilvalinn til að finna einstakar og vandaðar gjafir fyrir jólin. Heitt á könnunni, jólakökur og jólastemning.



