Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Konur á vettvangi karla | Listagjáin

  • 18.3.2024 - 22.4.2024, Listagjáin

Sýningin Konur á vettvangi karla var 30 ára afmælissýning Héraðsskjalasafns Árnesinga.

Árið 1915 fengu konur og vinnumenn kosningarétt til Alþingiskosninga

Þessum tímamótum var fagnað með ýmsum hætti á árinu 2015. Réttindabarátta kvenna nær þó bæði lengra aftur og allt fram til dagsins í dag. 

Á þessari sýningu er sjónum beint að konum sem voru og eru búsettar hér í sýslunni

Sumar þeirra fengu á einhverjum tímapunkti kosningarétt en aðrar ekki. Hér eru nefndar þær konur sem fyrstar sátu sem pólitískt kjörnir fulltrúar íbúa í sínum sveitarfélögum sem aðalmenn í hreppsnefnd, sveitarstjórar, þingkonur og ráðherrar. 

Undirstaða sýningarinnar er unnin upp úr safnkosti Héraðsskjalasafnsins en efni er einnig fengið úr öðrum heimildum.

Opnunartími sýningarinnar Konur á vettvangi karla er á opnunartíma Bókasafns Árborgar, Austurvegi 2
Mánudaga til föstudaga frá kl. 09:00 til 18:00
Laugardaga frá kl. 10:00 til 14:00


Viðburðadagatal

6.1.2026 Gesthús Þrettándagleði á Selfossi

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði þriðjudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg. Að vanda verður farin blysför frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti.

Sjá nánar
 

31.1.2026 Sviðið MAMMA MIA PARTY

MAMMA MIA PARTY sem hefur slegið í gegn þar sem var uppselt var á öll kvöldin 2025 á Sviðinu og uppselt á Græna hattinum tvö kvöld í röð.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica