Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Konur á vettvangi karla | Listagjáin

  • 18.3.2024 - 22.4.2024, Listagjáin

Sýningin Konur á vettvangi karla var 30 ára afmælissýning Héraðsskjalasafns Árnesinga.

Árið 1915 fengu konur og vinnumenn kosningarétt til Alþingiskosninga

Þessum tímamótum var fagnað með ýmsum hætti á árinu 2015. Réttindabarátta kvenna nær þó bæði lengra aftur og allt fram til dagsins í dag. 

Á þessari sýningu er sjónum beint að konum sem voru og eru búsettar hér í sýslunni

Sumar þeirra fengu á einhverjum tímapunkti kosningarétt en aðrar ekki. Hér eru nefndar þær konur sem fyrstar sátu sem pólitískt kjörnir fulltrúar íbúa í sínum sveitarfélögum sem aðalmenn í hreppsnefnd, sveitarstjórar, þingkonur og ráðherrar. 

Undirstaða sýningarinnar er unnin upp úr safnkosti Héraðsskjalasafnsins en efni er einnig fengið úr öðrum heimildum.

Opnunartími sýningarinnar Konur á vettvangi karla er á opnunartíma Bókasafns Árborgar, Austurvegi 2
Mánudaga til föstudaga frá kl. 09:00 til 18:00
Laugardaga frá kl. 10:00 til 14:00


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

17.12.2025 Byrja | Matsölustaður Jólamarkaður hjá Byrja

Komdu og njóttu notalegrar jólastemningar á Byrja veitingastaðnum á Selfossi!

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica