Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Kynningarfundur - Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi

  • 29.4.2020, 14:00 - 15:00
  • 30.4.2020, 10:00 - 11:00
  • 30.4.2020, 13:00 - 14:00

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands (MSS) efna til kynningarfunda vegna verkefnisins Sóknarfæri ferðaþjónustunnar.

  • Byggðasafn Árnesinga

Um er að ræða nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS, til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID 19.

Fundirnir verða fjarfundir þar sem öllum þátttakendum gefst kostur á virkri þátttöku og fara þeir fram í gegnum ZOOM fjarfundarbúnað. Hlekk á fundinn má finna á hverjum viðburði/fundi fyrir sig sem og hér fyrir neðan.

Dagskrá:
• Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi | Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri þróunarsviðs SASS
• Markaðsherferð fyrir innlendan markað | Dagný H. Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands
• Umræða og önnur mál

Verkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er þríþætt og felur í sér markaðsátak fyrir Suðurland gagnvart innlendum ferðamönnum í sumar, úthlutun verkefnastyrkja til ferðaþjónustufyrirtækja sem og sérhæfð ráðgjöf og fræðsluverkefni til stuðnings atvinnulífinu.

Fundirnir verða með rafrænum hætti, fyrir viðkomandi svæði, á eftirfarandi tímum:

“Austursvæði” A-Skaftafellsskýsla
Miðvikudagur 29. apríl kl. 14:00
Hlekkur á FB viðburð: https://www.facebook.com/events/2607314879549274/
Join Zoom Meeting: https://us02web.zoom.us/j/84300626206?pwd=dERYclc2RmdyeVg0eVlHY1BsaEhSQT09

“Vestursvæði” Árnessýsla
Fimmtudagurinn 30. apríl kl. 10:00
Hlekkur á FB viðburð: https://www.facebook.com/events/230244438302614/
Join Zoom Meeting: https://us02web.zoom.us/j/86354842328?pwd=WjVGdHN0aXNxdmlxb01yTCtKODJsZz09

“Miðsvæði” Rangárvalla- og V-Skaftafellssýsla og Vestmannaeyjar
Fimmtudagurinn 30. apríl kl. 13:00

Hlekkur á FB viðburð: https://www.facebook.com/events/558855081488316/
Join Zoom Meeting: https://us02web.zoom.us/j/88256103936


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

13.12.2025 Miðbær Selfoss Jólasveinar koma úr Ingólfsfjalli

Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á Brúartorginu í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica