Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Laugabúð Eyrarbakka | Opið & Söguganga

  • 26.10.2024 - 27.10.2024, 13:00 - 17:00, Laugabúð | Sjónarhóll

Í Laugabúð á Eyrarbakka ætlum við að hafa opið helgina 26. - 27. október í tengslum við hátíðina „Menningarmánuðurinn október“.

Opið verður laugadag og sunnudag frá klukkan 13:00 til 17:00

Í tilefni af Menningarmánuðinum október verður sérstakt hátíðarverð á púsluspilum sem fást hvergi á landinu nema í Laugabúð.

Stutt söguganga um Eyrarbakka á laugardeginum

Laugardaginn 26. október verður boðið upp á stutta sögugöngu um vestanverðan Eyrarbakka, ef veður leyfir. Lagt verður af stað frá Laugabúð kl. 14:00

Hlökkum til að hitta ykkur sem flest,
Inga Lára og Magnús Karel


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 Hallskot Jólaævintýri í Hallskoti

Þann 6. desember, klukkan 17:00, breytist Hallskot í lifandi jólaævintýraheim þar sem börn og fjölskyldur fá að upplifa töfrandi ferðalag í gegnum upplýstan skóg.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica