Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Laugabúð Eyrarbakka | Opið & Söguganga

  • 26.10.2024 - 27.10.2024, 13:00 - 17:00, Laugabúð | Sjónarhóll

Í Laugabúð á Eyrarbakka ætlum við að hafa opið helgina 26. - 27. október í tengslum við hátíðina „Menningarmánuðurinn október“.

Opið verður laugadag og sunnudag frá klukkan 13:00 til 17:00

Í tilefni af Menningarmánuðinum október verður sérstakt hátíðarverð á púsluspilum sem fást hvergi á landinu nema í Laugabúð.

Stutt söguganga um Eyrarbakka á laugardeginum

Laugardaginn 26. október verður boðið upp á stutta sögugöngu um vestanverðan Eyrarbakka, ef veður leyfir. Lagt verður af stað frá Laugabúð kl. 14:00

Hlökkum til að hitta ykkur sem flest,
Inga Lára og Magnús Karel


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

16.12.2025 Litla Leikhúsið Jólakvöld Leikfélags Selfoss

Hið árlega Jólakvöld Leikfélags Selfoss verður haldið þriðjudagskvöldið 16. desember kl. 20:00 í Litla Leikhúsinu við Sigtún.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica