Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Leiðsögn með Ástu á Hafsjó - Oceanus

  • 21.8.2022, 16:00 - 17:00, Byggðasafn Árnesinga

21. ágúst verður Ásta Guðmundsdóttir sýningarstjóri með leiðsögn um sumarsýninguna Hafsjór – Oceanus.

Þessi einstaka listasýning teygir sig um öll húsakynni byggðasafnsins og umhverfi þess. 

Sýningin samanstendur af verkum þeirra 20 listamanna sem tóku þátt í samnefndri listahátíð fyrr í sumar. Listafólkið kom víða að, frá Nepal, Suður Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Mauritius, Indlandi, Litháen, Póllandi, Frakklandi og Íslandi. 

Allir unnu með sögu og menningu svæðisins sem skilaði sér í viðamikilli sýningu sem vekur forvitni og eftirtekt. Ásta færir gesti frekar inn í þann undraheim.

Frítt er á leiðsögnina sem hefst kl. 16 báða sunnudaganna. 

Verið velkomin


Viðburðadagatal

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

24.12.2025 Hvítasunnukirkjan Selfossi Hátíðarsamkoma

Hátíðarsamkoma verður haldin kl. 16.30 á aðfangadag í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi

Sjá nánar
 

28.12.2025 Samkomuhúsið Staður Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

Verður haldið á Stað þann 28. desember 

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica