Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listagjáin | Gunnar Gränz

  • 1.11.2020 - 30.11.2020, Listagjáin

Gunnar Gränz listmálari heldur málverkasýningu í Listagjánni á Bókasafni Árborgar, í október og nóvember 2020.

  • Myndnr2

Gunnar er fæddur í Vestmannaeyjum 1932 en flutti á Selfoss árið 1942 og hefur búið þar alla tíð síðan. Gunnar hefur aldrei gengið í listaskóla en lítur á sig sem alþýðulistamann sem lært hefur í skóla lífsins og sótt menntun til íslenskrar náttúru og annarra listamanna í landinu. Gunnar málar sér til ánægju og hefur haldið fjölda sýninga, bæði einn og með öðrum listamönnum, einnig var hann þátttakandi í Imago Mundi verkefninu, Iceland / Boiling Ice.

  • Myndnr3
  • Myndnr2
  • Myndnr1

Gunnar hlaut Menningarviðurkenningu Sveitarfélags Árborgar árið 2016.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins.

Allir hjartanlega velkomnir!


Viðburðadagatal

17.9.2025 - 15.10.2025 Sundhöll Selfoss Möndlað með módernisma | Nemendasýning FSu í Sundhöll Selfoss

Myndlistarnemar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa sett upp fjölbreytta sýningu í Sundhöll Selfoss. Um er að ræða allra stærstu sýningu sem nemendur skólans hafa sett upp í opinberu rými. Sú ber yfirskriftina Möndlað með módernisma enda helsta viðfangsefni hennar listastefnur á tímabilinu 1850-1930 en á því skeiði, og reyndar fram eftir 20. öldinni, átti sér stað margþætt þróun í listsköpun.  

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 4.11.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Komdu að tala íslensku | Bókasafn Árborgar Selfossi

Á þriðjudögum kl. 16:00 - 17:00 hittumst við á bókasafninu og spjöllum saman.

Sjá nánar
 

1.10.2025 - 29.10.2025 Sandvíkursetur Vatnslitastundir hjá Myndlistarfélaginu í Menningarmánuði

Fjórar vatnslitastundir í október, þann 1., 15., 22., og 29. október

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica