Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listagjáin - Kjallari | Ekkert stoppar mig

  • 6.3.2023 - 18.3.2023, Listagjáin

Rakel Sveinsdóttir sýnir valin verk í Listagjánni, Austurvegi 2, frá 06. til 18. mars.

Rakel Sveinsdóttir er frá Vopnafirði en fluttist til Hafnar í Hornafirði þegar hún var á sautjánda ári. Þar lenti hún í slæmu bílslysi með þeim afleiðingum að hægri hluti líkamans lamaðist að hluta. 

Rakel flutti á Selfoss fyrir sex árum og þremur árum síðar byrjaði hún að mála. Hún hafði aldrei séð sjálfa sig í því hlutverki og kom sjálfri sér töluvert á óvart. Í kjölfarið fór hún á námskeið hjá Fjölmennt og í dag nýtur hún leiðsagnar Elvars Freys listmálara sem kennir í Virknimiðstöðinni Strók. 

Engin sérstök viðfangsefni eru í uppáhaldi hjá Rakel, henni finnst einfaldlega gaman að mála allt.

Opið á opnunartíma Bókasafnisins á Selfossi.

Allar myndirnar eru til sölu. Rakel veitir nánari upplýsingar um verð í síma 694 9454


Viðburðadagatal

23.9.2025 - 4.11.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Komdu að tala íslensku | Bókasafn Árborgar Selfossi

Á þriðjudögum kl. 16:00 - 17:00 hittumst við á bókasafninu og spjöllum saman.

Sjá nánar
 

1.10.2025 - 29.10.2025 Sandvíkursetur Vatnslitastundir hjá Myndlistarfélaginu í Menningarmánuði

Fjórar vatnslitastundir í október, þann 1., 15., 22., og 29. október

Sjá nánar
 

1.10.2025 - 2.11.2025 Sveitarfélagið Árborg Menningarmánuðurinn október

Dagskrá menningarmánaðar í heild sinni 

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica