Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listagjáin - Kjallari | Ekkert stoppar mig

  • 6.3.2023 - 18.3.2023, Listagjáin

Rakel Sveinsdóttir sýnir valin verk í Listagjánni, Austurvegi 2, frá 06. til 18. mars.

Rakel Sveinsdóttir er frá Vopnafirði en fluttist til Hafnar í Hornafirði þegar hún var á sautjánda ári. Þar lenti hún í slæmu bílslysi með þeim afleiðingum að hægri hluti líkamans lamaðist að hluta. 

Rakel flutti á Selfoss fyrir sex árum og þremur árum síðar byrjaði hún að mála. Hún hafði aldrei séð sjálfa sig í því hlutverki og kom sjálfri sér töluvert á óvart. Í kjölfarið fór hún á námskeið hjá Fjölmennt og í dag nýtur hún leiðsagnar Elvars Freys listmálara sem kennir í Virknimiðstöðinni Strók. 

Engin sérstök viðfangsefni eru í uppáhaldi hjá Rakel, henni finnst einfaldlega gaman að mála allt.

Opið á opnunartíma Bókasafnisins á Selfossi.

Allar myndirnar eru til sölu. Rakel veitir nánari upplýsingar um verð í síma 694 9454


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 Hallskot Jólaævintýri í Hallskoti

Þann 6. desember, klukkan 17:00, breytist Hallskot í lifandi jólaævintýraheim þar sem börn og fjölskyldur fá að upplifa töfrandi ferðalag í gegnum upplýstan skóg.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica