Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listagjáin - Kjallari | Ekkert stoppar mig

  • 6.3.2023 - 18.3.2023, Listagjáin

Rakel Sveinsdóttir sýnir valin verk í Listagjánni, Austurvegi 2, frá 06. til 18. mars.

Rakel Sveinsdóttir er frá Vopnafirði en fluttist til Hafnar í Hornafirði þegar hún var á sautjánda ári. Þar lenti hún í slæmu bílslysi með þeim afleiðingum að hægri hluti líkamans lamaðist að hluta. 

Rakel flutti á Selfoss fyrir sex árum og þremur árum síðar byrjaði hún að mála. Hún hafði aldrei séð sjálfa sig í því hlutverki og kom sjálfri sér töluvert á óvart. Í kjölfarið fór hún á námskeið hjá Fjölmennt og í dag nýtur hún leiðsagnar Elvars Freys listmálara sem kennir í Virknimiðstöðinni Strók. 

Engin sérstök viðfangsefni eru í uppáhaldi hjá Rakel, henni finnst einfaldlega gaman að mála allt.

Opið á opnunartíma Bókasafnisins á Selfossi.

Allar myndirnar eru til sölu. Rakel veitir nánari upplýsingar um verð í síma 694 9454


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

13.12.2025 Miðbær Selfoss Jólasveinar koma úr Ingólfsfjalli

Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á Brúartorginu í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica