Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listagjáin | Myndlistarnemar FSu

  • 20.1.2022 - 20.2.2022, Listagjáin

Myndlistarnemar FSu halda nú áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans.

Nemendur í framhaldsáföngum fá þá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum

Að þessu sinni eru það aðallega nemendur í módeláfanga á þriðja þrepi og einn til sem sýna í Listagjánni á Bókasafni Árborgar. Sýningin verður opin frá 20. janúar. til 20. febrúar. 

Verkin eru unnin á haustönn 2021. Þau eru unnin út frá skissum af lifandi módeli. Valdar skissur eru síðan unnar áfram í blýant, grafík, leir, vatnsliti og fjölbreytta blandaða tækni og lokaverkefni sem er unnið með akrýl á striga.

  • AnnaLfr
  • Birg-fr

Það er margt à seiði á listalínu FSu og áhugi nemenda mikill

Boðið er upp á fjölbreytt úrval áfanga sem opnir eru öllum nemendum burtséð frà því hvort þeir eru á brautinni eður ei. Það er alltaf gefandi og gaman fyrir kennsluna að fá eldra fólk með áhuga á skapandi greinum inn í hinn hefðbundna nemendahóp.

Meðal hins mikla úrvals af skapandi áföngum sem boðið er upp á í FSu ásamt myndlist má nefna stafræna smiðju, Fablab, kvikmyndun, leiklist, textíl hönnun, grafíska hönnun og grafíska miðlun.
Veggjalistin færir út kvíarnar og á vorönninni verður veggurinn vallar megin málaður. Það verður spennandi að sjá hvað nemendum dettur í hug að láta birtast þar í vor.

Myndlistarkennarar FSu
Lísa og Ágústa


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

13.12.2025 Miðbær Selfoss Jólasveinar koma úr Ingólfsfjalli

Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á Brúartorginu í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica