Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listagjáin | Myndlistarsýning nemenda FSu

  • 10.9.2020 - 30.9.2020, Listagjáin

Nemendur á þriðja þrepi í myndlist FSu verða með sýningu í Listagjánni á Bókasafni Árborgar, Selfossi, í september. 

Myndirnar eru fjölbreyttar og sýna mismunandi aðferðir í blýantsskyggingu á náttúruformum, hlutum, byggingum og  andlitum. Á sýningunni eru sýndar myndir úr áfanga MYNL3TK05. Í áfanganum var fengist við teikningu og mismunandi skyggingu hluta og forma. Gerðar tilraunir með blindteikningu svo og hlutfallaskiptingu í andlitsmyndum. Öllu blandað saman til að ná fram súrrealískum áhrifum.

Sýningin opnar fimmtudaginn 10. september og stendur til 30. september.
Opnunartími er mánudaga til föstudaga frá kl. 09:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 10:00 - 14:00

  • Yfirlit-03
  • Yfirlit-05
  • Yfirlit-02

Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

11.12.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Blokkflautunemendur í Tónlistarskóla Árnesingakoma í heimsókn

Blokkflautunemendur koma í heimsókn og spila fyrir gesti á Bókasafninu á Selfossi fimmtudaginn 11. desember klukkan 15:45

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica