Málþing eldri borgara á Selfossi

  • 27.10.2021, 12:00 - 16:00, Hótel Selfoss

Þann 27. október næstkomandi verður haldið málþing fyrir alla íbúa Árborgar 60 ára og eldri á Hótel Selfoss frá kl 13:00 - 16:00

  • Arborg-Blatt-Texti-til-hlidar-2362pix

Tilgangurinn með málþinginu er að stefna saman fyrrgreindum íbúum Árborgar til þess að veita þeim fræðslu í formi fyrirlestra og borðakynninga, bjóða þeim til þátttöku í stefnumótunarvinnu auk þess að sýna frá menningarferðum sem farnar voru síðastliðið ár í sveitarfélaginu. 

Starfsmenn sveitarfélagsins munu taka á móti málþingsgestum og afhenda þeim dagskrá dagsins.Skráning á málþingið fer fram í þjónustuveri Árborgar í síma 480 1900 og samdægurs á staðnum frá kl. 12:30 þegar húsið opnar.

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóriGísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg mun setja málþingið og Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu mun kynna dagskrá dagsins. Díana Gestsdóttir lýðheilsufulltrúi mun stýra dagskránni. Dagskráin verður með málþingsfyrirkomulagi þar sem hver og einn þátttakandi getur sett saman sína dagskrá, farið á milli sala og dagskrárliða eftir áhuga og úthaldi hvers og eins.

Dagskráin fer fram í þremur sölum á eftirfarandi hátt:

Salur 1:

 Kvikmyndasýning þar sem sýndar verða upptökur frá menningargöngum í Sveitarfélaginu Árborg síðastliðið ár. Sýnt verður frá eftirfarandi göngum, Hallskot og Friðland í Flóa, Menningarganga eldri borgara um Selfoss, Gengið um Eyrarbakka, Söguferð um Stokkseyri með Tóta og Gengið um Nýja Miðbæinn á Selfossi.

Salur 2: 

Boðið verður upp á fyrirlestra. Þrír fyrirlestrar verða í boði:
13:20 - 14:20 Geir Gunnar næringarfræðingur | Næring og efri ár
14:20 - 14:30 Hlé
14:30 - 15:00 Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi | Iðja, heilsa og umhverfi eftir sextugt
15:00 - 15:10 Hlé
15:10 - 15:50 Réttindi við starfslok

Salur 3: 

Einstaklingum verður boðið á þátttökuþing þar sem fjallað verður um þemu sem tengjast þjónustu og stefnumótun við aldraða í sveitarfélaginu. Til þess að móta þemun sem ræltt verður um hefur verið settur upp tillögukassi í Grænumörkina þar sem allir íbúar sveitarfélagsins geta skilað inn hugmyndum fyrir umræðu á þátttökuþingi. Einnig verður óskað eftir tillögum frá þeim árgöngum sem mæta í 75 ára kaffi sveitarfélagsins sem verður haldið 21. október.
Eftir þingið verður unnið úr þeim tillögum og upplýsingum sem fram koma, afraksturinn kemur til með að vera gefinn út sem hluti af stefnumótun í málaflokknum.

Boðið verður upp á kynningarbása þar sem fyrirtæki og félagasamtök kynna sig og sína starfsemi fyrir eldri borgara. Starfsmenn sveitarfélagsins verða einnig með kynningarbás þar sem starfsemi sveitarfélagsins og leiðbeiningar um hvernig hægt sé að sækja þjónustu sem í boði er fyrir eldri borgara.

Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan málþinginu stendur en einnig verður tilboð á kaffibolla og kökusneið á veitingastaðnum Riverside fyrir þá sem kjósa að setjast niður á milli dagskrárliða eða eftir málþingið.

Málþingið er íbúum sveitarfélagsins að kostnaðarlausu og meðal annars fjármagnað með styrk frá félagsmálaráðuneytinu. Við vonum að málþingið muni efla enn frekar þjónustuna við íbúa Árborgar og sem flestir sjái sér fært að taka þátt.

Heiða Ösp Kristjánsdóttir | deildarstjóri Félagsþjónustu Árborgar


Viðburðadagatal

Vor-i-Arborg-2019_11_net

3.11.2021 - 31.12.2021 Listagjáin Elfar Guðni sýnir í Listagjánni

Málverkasýningin stendur yfir í nóvember og desember á opnunartíma bókasafns sveitarfélagsins, Selfossi.

Sjá nánar
 

28.11.2021 - 24.12.2021 Byggðasafn Árnesinga Jól í Húsinu á Eyrarbakka

Byggðasafn Árnesinga býður upp á notalega jólastemningu á aðventunni. Upplestur rithöfunda og skálda, bókastund fyrir börn, jólaævintýri, hátíðleg jólalög og jólasýning Hússins. Jólaandinn verður á Eyrarbakka!

Sjá nánar
 

1.12.2021 - 20.12.2021 Bókasafn Árborgar, Selfoss Dagskrá Bókasafns Árborgar | 2021

Sem fyrr verður líf og fjör á bókasafni sveitarfélagsins í ár og eru allir velkomnir að koma í heimsókn, lesa bók eða tvær og taka þátt.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica