Menningarganga eldri borgara | Eyrarbakki
Gengið um Eyrarbakka undir leiðsögn Guðmundar Ármanns
Fimmtudaginn 22. júlí nk. verður þriðji hluti menningargöngu eldri borgara
Guðmundur Ármann verður með leiðsögn og segir frá búsetuárum sínum í Húsinu. Þá verður heimsótt ný aðstaða Byggðasafns Árnesinga þar sem Lýður Pálsson tekur á móti hópnum og segir frá.
Gangan hefst kl. 14 við Húsið á Eyrarbakka. Skráning er óþörf og gangan er ókeypis.
Kaffi og kleinur að göngu lokinni.