Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Námskeið í módelteikningu og Masterclass í málun hjá Guðrúnu Tryggva

  • 18.1.2025 - 19.1.2025

Í vetur býður Listrými upp á námskeið á sviði myndlistar en nú í janúar hefst fyrsta námskeiðið, námskeið í módelteikningu- og málun.

Námskeiðið er haldið helgina 18. og 19. janúar í sal Rauða krossins í Hvergerði

Fyrri daginn verður teiknað eftir lifandi módeli, bæði með blýanti, kolum og krít. Seinni daginn verður málað eftir módeli, með vatnsleysanlegum litum, t.d. vatnslitum og akríl, á pappír eða léreft. Stefnt að því að losa um hömlur og vinna frjálslega og persónulega með viðfangsefnið.
Verkfæri og pappír verður á staðnum.

Í febrúar verður Guðrún síðan með Masterclass í akríl- og olíumálun þar sem áherslan verður á að skoða efnafræðina og meta hvernig efnið hjálpar hugmyndinni sem unnið er með hverju sinni. Æfing í litablöndun og lagskiptri vinnu með akríl og olíu. Möguleikar beggja miðla kannaðir og virkjaðir. 

Námskeið fyrir fólk sem hefur þegar málað eitthvað en vill verða öruggara í vinnubrögðum og aukið við kunnáttu sína við að tengja efnisnotkunina betur hugmyndinni sem unnið er út frá hverju sinni. Unnið er í þremur lotum og áfram heima inn á milli.

Auk þess verða haldin Örnámskeið um hin ýmsu svið myndlistarinnar auk lengri námskeiða s.s. Úr huga í efni, þar sem hugmyndaþróun er tekin föstum tökum og Portraitteikning- og mállun en nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á tryggvadottir.com.

Guðrún Arndís Tryggvadóttir er fædd í Reykjavík en hefur búið og starfað hér á Suðurlandi síðan 2006 en öll námskeiðin nema Módelteikning- og málun verða haldin á vinnustofu hennar á Selfossi. Guðrún nam við Myndlista- og handíða Íslands og fór síðan til framhaldsnáms til Parísar og síðan til München þar sem hún hlaut æðstu verðlaun akademíunnar við útskrift. Hún hefur rekið sinn eigin skóla með hléum frá 1993 og kennt bæði í öðrum skólum sem og á háskólastigi. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, bæði fyrir list sína og nýsköpun á sviði umhverfisfræðslu en hún tekur einnig að sér að halda fræðslufyrirlestra um myndlist fyrir félög og fyrirtæki. 

Félag hennar Listrými er bæði útgáfu- og fræðslufélag og stéttarfélög hafa styrkt félaga sína til að taka þátt í námskeiðum hennar. 

Allar nánari upplýsingar um námskeið Listrýmis veitir Guðrún í sima 863 5490 og á gudrun@tryggvadottir.com.

Listrymi-logo


Viðburðadagatal

16.9.2025 - 24.9.2025 Litla Leikhúsið Grunnnámskeið í leiklist / Theater workshop

Leikfélag Selfoss verður með leiklistarnámskeið fyrir nýliða og þá sem reyndari eru í haust / Leikfélag Selfoss will be hosting a theatre workshop this fall for both beginners and those with more experience

Sjá nánar
 

18.9.2025 - 25.9.2025 Selfosskirkja Gefðu íslensku séns - Hraðstefnumót við íslenskuna 18. - og 25. september

Fyrirkomulagið verður eins og á hraðstefnumóti eða svokölluðu speed-dating nema hvað markmiðið er að æfa sig í íslensku

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 30.9.2025 Sundhöll Selfoss Íþróttavika Evrópu - Zumba sundlaugarpartí í Sundhöll Selfoss 27. september

Í tilefni af íþróttaviku Evrópu dagana 23. - 30. september 2025 þá verður boðið upp á Zumba tíma með Gunnhildi Þórðardóttur í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica