Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Sumar á Selfossi 2022

  • 4.8.2022 - 7.8.2022, Selfoss

Eftir tveggja ára hlé tilkynnum við að fjölskyldu- og bæjarhátíðin Sumar á Selfossi verður haldin með pompi og prakt daganna 4. - 7. ágúst!

DAGSKRÁ

04. ágúst - Fimmtudagur 

18:30 | Sumar á Selfossi verður sett og BMX brós
Stórglæsileg og kraftmikil sýning frá BMX brós. Sýningin verður í Sigtúnsgarðinum.

19:30 | Reykjavíkurdætur
Fjölskyldutónleikar á Selfossi. Aðgangseyrir 3.000 kr. við inngang.

21:00 | Leifur Viðars og Már verða með Pubquiz á miðbæjartorginu
Úti Pubquiz á miðbæjartorginu.

22:00 | Tröppusöngur með Guðrúnu Árný
Guðrún Árný hitar hressilega raddböndin fyrir helgina. Mælum með að allir taki þátt og syngi með!

05. ágúst - Föstudagur

14:00 | Olísmótið í knattspyrnu
Hið stórglæsilega mót knattspyrnudeildar Selfoss og Olís, Meistaradeild Olís, hefst kl. 14:00 á JÁverk-vellinum. 5. flokkur karla. Mætið og styðjið ykkar lið til sigurs. 

19:30 | Tónleikar með Stebba Jak, Siggu Beinteins og Stefaníu Svavars ásamt Stuðlabandinu
Glæsilegir tónleikar á Sumar á Selfossi. Aðgangseyrir 7.000 kr. við inngang.

22:30 | Stuðlabandið heldur stuðinu áfram fram að miðnætti

06. ágúst - Laugardagur

07:30 | Skjótum upp fána
Selfyssingar taka daginn snemma og skjóta upp fána.

09:00 | Olísmótið
Olísmótið heldur áfram. Mætið og styðjið ykkar lið til sigurs.

11:00 | Brúarhlaupið
Brúarhlaupið er orðinn fastur viðburður í Árborg og stór partur af Sumar á Selfossi og hvetjum við alla til að taka þátt. Ræst er á mismunandi stöðum en allir koma í mark í Sigtúnsgarðinum. í boði verður 2,8 km. skemmtiskokk, 5 og 10 km hlaup og 5 km hjólreiðar. Nánar um Brúarhlaupið á hlaup.is.

13:00 | Sprell leiktæki
Fjölbreytt tæki fyrir krakka á öllum aldri í Sigtúnsgarði allan daginn. Frábær fjölskyldutilboð í boði.

13:00 | Handverksmarkaður á hátíðarsvæði
Margbreytilegt handverk til sölu og sýnis frá öllum landshornum. Þeir sem vilja vera með bás hafa samband við Líney í síma 898 1550.

13:30 | Suðurlandströllið
Ein skemmtilegasta kraftakeppni landsins. Hjalti Úrsus mun sjá um keppnina og munu sterkustu menn Íslands ásamt erlendum keppendum etja kappi. Keppnin hefst kl. 13:00 við Ölfusbrú með trukkdrætti og líkur með axlarlyftum í miðbæ Selfoss kl. 15:00.

14:00 | NEUTRAL froðufjör með Brunavörnum Árnessýslu
Froðufjör í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu og NEUTRAL. Slökkviliðsmenn sjá um fjörið við vesturbrekkuna í Sigtúnsgarðinum. Nóg af froðu og kjörið fyrir alla að koma og leika sér.

14:00 | Spikeballmót
Spikebolti verður með Spikeball sett á staðnum. Mætið og prófið þennan skemmtilega leik. 

15:00 | Barnadagskrá á útisviði
Leikhópurinn Dabbadabbadú sýnir frábært barnaleikrit um Blæ og töfrabókina. Sýningin tekur um 30 mínútur.

15:30 | Disney tónleikar á útisviði
Sönghópurinn Tónaflóð flytur frábæra Disney-syrpu.

15:30 | Menningarganga - Göngum um Selfoss
Gengið verður frá Tryggvaskála kl. 15:30 þar sem gengið verður "Sirkillinn" um miðbæinn, Eyravegur - Kirkjuvegur - Sunnuvegur - Sigtún - Bankavegur, undir leiðsögn kunnugra. Göngustjóri er Kjartan Björnsson.

18:00 | Götugrill og garðagleði
Íbúar eru hvattir til þess að draga grill og garðhúsgögn út á götu til að mynda gott sumarpartý með nágrönnum. 

21:45 | Sléttusöngur
Árborgarinn og Brekkusöngvarinn Magnús Kjartansson mun af sinni einstöku snilld leiða fjölmennasta kór Suðurlands í sléttusöngnum í Sigtúnsgarði. Fyrir flugeldasýninguna verða veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu götu Selfoss. Hvaða gata verður það?!

23:00 | Flugeldasýning
Bílverk BÁ bjóða upp á glæsilega flugeldasýningu sem verður skotin upp í miðbæ Selfoss. Sýningin er í öruggum höndum félaga úr Björgunarfélagi Árborgar.

23:30 | Stuðlabandið í hátíðartjaldinu
Stuðlabandið heldur gleðinni áfram í tjaldinu í Sigtúnsgarði fram á rauða nótt. Frítt inn.

07. ágúst - Sunnudagur

09:00 | Úrslit Olísmótsins
Úrslitaleikir í Olísmótinu fara fram. Mættu og sjáðu upprennandi snillinga leika listir sínar í knattspyrnu.

15:00 | Fjölskyldubíó í Bíóhúsinu
Ljúkum þessari frábæru helgi með því að fara með alla fjölskylduna í bíó í Bíóhúsið.

Við hvetjum bæjarbúa til að taka þessa helgi frá til að fagna og skreyta bæinn hátt og lágt

Facebook | Sumar á Selfossi


Viðburðadagatal

2.3.2024 - 25.8.2024 Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Sjá nánar
 

24.4.2024 - 31.5.2024 Sundhöll Selfoss Með mold á hnjánum | Sundhöll Selfoss

Saga og þróun garðyrkju í Árnessýslu ásamt uppbyggingu ylræktunar og útiræktunar eru rakin í þessari fróðlegu sýningu í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

26.4.2024 - 28.4.2024 Sveitarfélagið Árborg Stóri Plokkdagurinn 2024

Líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við íbúa og plokksamfélagið sem vill stuðla að snyrtilegu umhverfi.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica