Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Opið gæðingamót Sleipnis

  • 6.6.2020 - 7.6.2020, Brávellir

Keppnin fer fram á Brávöllum á Selfossi og er keppt er í öllum hefðbundnum flokkum gæðingakeppninnar auk þess C1-flokki sem er hugsaður fyrir minna vana knapa.

Skráning er opin og fer hún fram í gegnum Sportfeng þar sem velja þarf Sleipni sem mótshaldara.

Á gæðingamóti Sleipnis er keppt um tvo af merkilegustu gripum félagsins, Sleipnisskjöldinn og Klárhestaskjöldinn.

Efsti A-flokks gæðingur í eigu félagsmanns hlýtur Sleipnisskjöldinn sem fyrst var veittur árið 1950 og margir nafntogaðir gæðinga hafa hlotið. Ríkharður Jónsson myndhöggvari skar skjöldinn út í tré.

Í B-flokki er Klárhestaskjöldurinn veittur efsta gæðing í eigu félagsmanns en það var Sigga á Grund listamaður, útskurðarmeistari og Sleipnisfélagi sem skar skjöldinn í tré.

Gæðingamótsnefnd Sleipnis


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

11.12.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Blokkflautunemendur í Tónlistarskóla Árnesingakoma í heimsókn

Blokkflautunemendur koma í heimsókn og spila fyrir gesti á Bókasafninu á Selfossi fimmtudaginn 11. desember klukkan 15:45

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica