Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Páskahefðir í Listagjánni

  • 30.3.2023 - 10.4.2023, Sveitarfélagið Árborg

Sinn er siður í landi hverju segir máltækið og margt sem getur komið skemmtilega á óvart þegar betur er að gáð.

Páskasýning Listagjánna 2023 er samvinnuverkefni Menningar- og upplýsingadeildar Árborgar, fjölmenningarteymis sveitarfélagsins, leikskólanna Álfheima, Árbæjar, Hulduheima og Jötunheima og frístundaheimilanna Bifrastar í Vallaskóla og Hóla í Sunnulækjarskóla.

Nemendur veltu fyrir sér páskahefðum ólíkra landa og völdu sér svo leiðir til að miðla áhugaverðum fróðleik til gesta Páskasýningarinnar.
Sýning leikskólanna er á Norðurgangi í Sundhöll Selfoss og sýning frístundar í Listagjánni á Bókasafni Árborgar, Selfossi.  


Viðburðadagatal

2.3.2024 - 25.8.2024 Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Sjá nánar
 

24.4.2024 - 31.5.2024 Sundhöll Selfoss Með mold á hnjánum | Sundhöll Selfoss

Saga og þróun garðyrkju í Árnessýslu ásamt uppbyggingu ylræktunar og útiræktunar eru rakin í þessari fróðlegu sýningu í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

26.4.2024 - 28.4.2024 Sveitarfélagið Árborg Stóri Plokkdagurinn 2024

Líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við íbúa og plokksamfélagið sem vill stuðla að snyrtilegu umhverfi.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica