Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2023

  • 8.4.2023, 16:00 - 18:00, Selfosskirkja

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur sína fyrstu Páskatónleika í Selfosskirkju laugardaginn 8. apríl klukkan 16.00.

Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Helga Rós Indriðadóttir sópran og Gunnlaugur Bjarnason baritón. 

Auk þeirra koma þrír kórar fram með hljómsveitinni. Þetta eru Kirkjukór Selfosskirkju, Kammerkór Norðurlands og Skagfirski kammerkórinn. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Á efnisskrá tónleikanna verða íslensk einsöngslög í nýjum hljómsveitarútsetningum og hið magnaða kórverk Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter.

Miðasala er hafin á tix.is en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.


Viðburðadagatal

14.5.2025 20:00 - 21:00 Skálinn Strandahlaup 2025

Strandarhlaup Ungmennafélags Stokkseyrar við Skálann verður haldið fjóra miðvikudaga í röð.

Sjá nánar
 

16.5.2025 9:30 - 11:00 Barnaskólinn | Stokkseyri Barnabær | Uppskeruhátíð

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri býður til lokahátíðar Barnabæjar.

Sjá nánar
 

20.5.2025 19:00 - 21:00 Sviðið Listin að vera leiðinlegt foreldri

Ársæll Már Arnarson prófessor við Háskóla Íslands heldur fræðsluerindi fyrir foreldra og öll sem láta sig málið varða!

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica