Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Pólskt Bíókvöld | TWARZ (MUG)

  • 13.10.2021, 20:00 - 22:00, Bíóhúsið

Sem hluti af menningarmánuðinum október verður boðið upp á verðlaunaðan farsa.

Twarz (Mug) er stórskemmtilegur og kaldhæðnislegur farsi sem tekst á við núverandi stöðu Póllands, myndin er jafnframt afrek handritshöfundarins og leikstjórans Małgorzata Szumowska, en hún er ein af hæfileikaríkustu kvikmyndagerðarmönnum Póllands og er meðal annars er þekkt fyrir fyrri kvikmyndir sínar Body og Elles. Kvikmyndin hlaut Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni Berlinale 2018.

Hér er hægt að nálgast miða hjá Bíóhúsinu, Selfossi 

Myndin verður sýnd með íslenskum texta. Aðgangur er ókeypis. 


Viðburðadagatal

17.9.2025 - 15.10.2025 Sundhöll Selfoss Möndlað með módernisma | Nemendasýning FSu í Sundhöll Selfoss

Myndlistarnemar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa sett upp fjölbreytta sýningu í Sundhöll Selfoss. Um er að ræða allra stærstu sýningu sem nemendur skólans hafa sett upp í opinberu rými. Sú ber yfirskriftina Möndlað með módernisma enda helsta viðfangsefni hennar listastefnur á tímabilinu 1850-1930 en á því skeiði, og reyndar fram eftir 20. öldinni, átti sér stað margþætt þróun í listsköpun.  

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 4.11.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Komdu að tala íslensku | Bókasafn Árborgar Selfossi

Á þriðjudögum kl. 16:00 - 17:00 hittumst við á bókasafninu og spjöllum saman.

Sjá nánar
 

1.10.2025 - 29.10.2025 Sandvíkursetur Vatnslitastundir hjá Myndlistarfélaginu í Menningarmánuði

Fjórar vatnslitastundir í október, þann 1., 15., 22., og 29. október

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica