Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Pólskt Bíókvöld | TWARZ (MUG)

  • 13.10.2021, 20:00 - 22:00, Bíóhúsið

Sem hluti af menningarmánuðinum október verður boðið upp á verðlaunaðan farsa.

Twarz (Mug) er stórskemmtilegur og kaldhæðnislegur farsi sem tekst á við núverandi stöðu Póllands, myndin er jafnframt afrek handritshöfundarins og leikstjórans Małgorzata Szumowska, en hún er ein af hæfileikaríkustu kvikmyndagerðarmönnum Póllands og er meðal annars er þekkt fyrir fyrri kvikmyndir sínar Body og Elles. Kvikmyndin hlaut Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni Berlinale 2018.

Hér er hægt að nálgast miða hjá Bíóhúsinu, Selfossi 

Myndin verður sýnd með íslenskum texta. Aðgangur er ókeypis. 


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

3.12.2025 Selfosskirkja Jólatónleikar Jórukórsins

Miðvikudaginn 3.desember býður Jórukórinn Sunnlendinga velkomna á sína árlegu jólatónleika í Selfosskirkju kl 18:30 og 20:30. Þar gefst Sunnlendingum tækifæri á að njóta huggulegrar jólastundar í heimabyggð. Tónleikarnir eru uppskeruhátíð hauststarfs kórsins þar sem sunnlenskar konur eru í aðalhlutverki og kórkonur sýna afrakstur æfinga, textasmíða og lagaútsetninga kórs og kórstýru.

Sjá nánar
 

6.12.2025 Hallskot Jólaævintýri í Hallskoti

Þann 6. desember, klukkan 17:00, breytist Hallskot í lifandi jólaævintýraheim þar sem börn og fjölskyldur fá að upplifa töfrandi ferðalag í gegnum upplýstan skóg.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica